Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 36

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 36
ferð fylgdi leikreglum lýð- ræðis. En einmitt í slíkum málum hefur íslenskum stjórn- málamönnum, einkum þeim sem iðnastir hafa verið að kenna sig við lýðræði, þótt svo mikið liggja við að tilgang- urinn helgi meðulin. Erfitt er að fá vísbendingar um viðhorf almennings til samningsins, því að eftir þeim var aldrei leitað. Upplýsingastofnun Bandaríkjanna gerði hins vegar skoðanakönnun um viðhorf Is- lendinga til varnarsamningsins sumarið 1955 og voru þá 28% þjóðarinnar hlynnt honum en 48% andvíg, eða 64% þeirra sem tóku afstöðu eða veittu ekki „skilyrt svar“.45 Ef satt er, sem Olafur Thors ritaði bróður sínum 1958, að á flokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum hefði einhver hrópað „burt með helvítis Ameríkanana“, áttu þau sjónarmið hljómgrunn víða.46 Seinasta tölublað Þjóð- varnar kom út 10. maí 1951. Það var helgað nýgerðum varn- arsamningi, en blaðið hafði þá ekki komið út um hríð. En þjóðvarnarstefnan hafði ekki sungið sitt síðasta. Islenskir stúdentar í Kaupmannahöfn ályktuðu gegn hersetunni á fundi 16. maí 1951 en þeirri ályktun var stungið undir stól af blöðum „lýðræðisflokk- anna“. Morgunblaðið minntist þó á hana í forystugrein með þeim orðum að nokkrir „glóru- lausir kommúnistar“ hefðu staðið að henni. Af því tilefni sendu stúdentar frá sér bæk- linginn „Hafnarstúdentar og hersetan“ sem Stefán Karlsson, síðar forstöðumaður Stofnunar Arna Magnússonar á íslandi, mun hafa samið. Var þar m.a. bent á „í hvern voða er stefnt, ef íslenzka þjóðin á nú aftur að venjast því að fá alldrjúgan hlut af gjaldeyristekjum sínum frá útlendu setuliði, og atvinnuleysisvandamálið verð- ur leyst með setuliðsvinnu.“47 BERGUR SIGURBJÖRNSSON Því skeytingarleysi sem Hafnarstúdentar töldu ríkja gagnvart hersetunni á Islandi var nú senn lokið. I september 1952 hófu Bergur Sigurbjörns- son og Valdimar Jóhannsson útgáfu blaðsins Frjáls þjóð í september 1952. Bergur hafði þá verið rekinn úr Framsóknar- flokknum „með fullkomlega nazistískum aðferðum“ (eins og honum sagðist sjálfum frá) fyrir að mótmæla herstöðva- samningnum.48 Markmið blaðsins voru að berjast gegn hersetu á íslandi, fyrir lýðræði og „frjálslegri sósíaldemókrat- ískri stefnu í efnahagsmálum“. Frá upphafi ritaði Gils Guðmundsson í blaðið, en hann var þá orðinn þjóðkunnur fyrir hinar' vinsælu bækur um Öldina okkar sem félagi hans í Þjóðvarnarflokknum, Valdimar Jóhannsson, gaf út. Gils ritaði þætti úr íslandssögunni í Frjálsa þjóð, sem voru í anda þeirrar ritraðar. Þjóðvarnarflokkurinn var stofnaður í Reykjavík 15. mars 1953. Helstu stefnumál flokksins voru hin sömu og Frjálsrar þjóðar, en einnig lagði flokkurinn áherslu á baráttu gegn sukki, spillingu og óstjórn opinberra stofnana. Var það gamalt baráttumál Valdimars Jóhannssonar frá því að hann ritstýrði Þjóðólfi, málgagni Flokks þjóðveldis- manna árið 1942. Sá flokkur var andvígur „flokksræði“ en vildi auka vald landshluta og einfalda stjórnkerfi ríkisins. Kjarni Þjóðvarnar- flokksins hafði starfað áður í Þjóðvarnarfélaginu, en eitt- hvað bar á því að sósíalistar gengju til liðs við flokkinn. Við þessu brugðust sósíalistar með því að stofna Andspyrnu- hreyfingu gegn her í landi, því að ekki vildu þeir glata frumkvæði í hernámsandstöðu. Þau samtök störfuðu fram yfir kosningar 1953. Eigi að síður töpuðu sósíalistar fylgi í kosn- ingunum en flokkurinn hafði aldrei orðið fyrir slíku áður. Þjóðvarnarflokkurinn fékk hins vegar 6% atkvæða á landsvísu og tvo þingmenn, Gils Guðmundsson og Berg Sigurbjörnsson. I nýlegu riti bendir Valur Ingimundarson á að áhrif hersins á íslenskt atvinnulíf hafi að hluta til verið neikvæð. Hann tók vinnuafl frá öðrum atvinnugreinum og jók eftir- 36

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.