Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 26

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 26
OLD FRJÐAH, ILÍIFS OG MANNÚÐAR Það er árviss viöburður að samstarfshópur friðarhreyf- inga standi fyrir friðargöngu og blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu til að vekja athygli á baráttunni fyrir friði í heiminum. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir mætt og í síðustu göngu. Sérstaka at- hygli vakti ávarp sem flutt var á Ingólfstorgi að göngu lok- inni. Rœðumaður að þessu sinni var átján ára stúlka, Eyrún Osk Jónsdóttir. Kæru vinir. Það er mér mikill heiður að fá það stórkostlega tækifæri að vera með ávarp hér í kvöld, í þessari síðustu friðargöngu aldarinnar. Við stöndum á miklum tímamótum, það eru einungis örfáir dagar þar til nýtt árþús- und gengur í garð. A slíkum tímamótum vill hugurinn oft hvarfla til liðinna stunda. Ef við lítum til baka yfir öldina sem er að líða þá sjáum við að þetta var öld mikilla hörm- unga. Stríðin færðust frá víg- völlunum til borganna. Mann- kynið öðlaðist aukna tækni- þekkingu sem olli því að hægt er að sprengja upp heilu borg- irnar úr margra kílómetra fjar- lægð. Það eru ekki lengur her- menn sem eru í meirihluta þeirra sem falla í stríðsátökum heldur venjulegir borgarar. Við munum kveðja þessa öld með tvær heims- styrjaldir að baki, ásamt fjölda blóðugra styrjalda. Þetta var öld hernaðarbandalaga, tor- tryggni og blóðsúthellinga. Líf fólks hefur verið fótum troðið sem og jörðin sjálf og and- rúmsloftið, af mönnum sem svífast einskis til þess að ná vöJdum og græða peninga. Hernaðarbandalög voru stofnuð, þar á meðal Nató sem íslendingar voru stofnaðilar að. Þetta varð til þess að í ár tókum við íslendingar í fyrsta sinn þátt í stríði gegn annarri þjóð með loftárásunum á Kosovo. En það voru ekki ein- göngu slæmir hlutir sem gerð- ust á öldinni sem nú er senn að líða. Japanskur fræðimaður, Nichiren Daishonin, sem uppi var á 13.öld sagði í einu bréfa sinna: „Þegar hin mikla illska birtist mun kærleikurinn blómstra.“ I öllum þeim hörm- ungum sem tröllriðu 20. öld- inni, kom fram á sjónarsviðið fólk sem trúði, að með því að standa fyrir hugsjónum sínum og sannfæringu gæti það gert heiminn að betri stað. Fólk eins og Gandhi, Rosa Park, Martin Luther King barðist friðsamlegri en kraftmikilli baráttu fyrir réttlæti. Þessa fólks verður minnst í nafni hugrekkis og mannúðar um ókomna tíð. Það getur stundum ver- ið erfitt að trúa því að maður sjálfur geti haft áhrif á gang mála, sem varða þjóðfélagið eða jörðina í heild. Við ætlumst svo oft til þess að einhverjir stjórnmálamenn úti í heimi leysi vandamálin fyrir okkur. 2 ó

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.