Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 15

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 15
velt. Eina virkilega hindrunin er skortur á pólitískum vilja, einkum af hálfu þeirra ríkja sem eiga kjarnorkuvopn. Á sama hátt og efna- og sýklavopn eru bönnuð verður að banna kjarnorkuvopn. Við heitum á öll ríki, og sérstak- lega þau sem eiga kjarnorkuvopn, að taka í orði og verki eftirtalin skref til afnáms kjarnorkuvopna. Einkum skorum við á þau ríki sem eiga aðild að Sáttmálanum um bann við útbreiðslu kjarn- orkuvopna (The Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear Weapons (NPT)) að krefjast þess að þau ríki sem opinberlega eiga kjarnorkuvopn skuldbindi sig til að framkvæma eftirfarandi ráð- stafanir: 1. Taka þegar í stað upp við- ræður sem ljúki árið 2000 með sáttmála um afnám kjarnorku- vopna sem kveði á um eyðingu allra kjarnorkuvopna í áföng- um með tímamörkum og skil- yrðum um undanbragðalausa staðfestingu og framkvæmd.* 2. Skuldbinda sig strax og án skil- yrða til að nota ekki né ógna með kjarnorkuvopnum. 3. Ganga sem allra fyrst frá samningi um undantekninga- laust allsherjarbann við kjarn- orkuvopnatiiraunum með því yfirlýsta markmiði að koma í veg fyrir þróun kjarnorku- vopna í öllum ríkjum. 4. Hætta að framleiða og taka í notkun ný kjarnorkuvopnakerfi og taka niður og gera óvirk þau kerfi sem þegar hefur verið komið fyrir. 5. Banna alla framleiðslu og endurvinnslu, hvort sem er í hernaðarlegu eða viðskiptalegu skyni, á geislavirkum efnum sem nota má til vopnafram- leiðslu. 6. Setja öll geislavirk efni og að- stöðu varðandi kjarnorku, sem nota má til vopnaframleiðslu, undir alþjóðlegt eftirlit og koma á opinberri og alþjóðlegri skrán- ingu alls geislavirks efnis sem nota má við vopnaframleiðslu. 7. Banna rannsóknir á kjarn- orkuvopnum, hönnun, þróun og prófun í rannóknarstofum og hermilíkönum, setja allar rannsóknarstofur sem varða kjarnorkuvopn undir alþjóð- legt eftirlit og loka öllum próf- unarstöðum. 8. Koma á fleiri kjarnorkuvopna- lausum svæðum eins og þeim sem komið var á með Tlatelolco og Raratonga-samningunum. 9. Viðurkenna og lýsa yfir opin- berlega og fyrir Alþjóðadóm- stólnum að ólöglegt sé nota kjarnorkuvopn eða ógna með þeim. 10. Koma á fót alþjóðlegri orku- stofnun til að stuðla að og styðja þróun sjálfbærra orkugjafa sem eru öruggir gagnvart umhverfinu. 11. Skapa leiðir til að tryggja þátttöku almennings og óháðra samtaka við undirbúning og eftirlit með afnámi kjarnorku- vopna. Kjarnorkuvopnalaus heimur er sameiginleg ósk mannkynsins. Þessu marki verður ekki náð meðan það fyrirkomulag ríkir að fjölgun kjarnorkuvopna er bönn- uð en litlum hópi ríkja leyft að ráða yfir kjarnorkuvopnum. Sam- eiginlegt öryggi okkar krefst algerrar útrýmingar kjarnorku- vopna. Markmið okkar er algert og skilyrðislaust afnám kjarn- orkuvopna. * Sáttmálinn ætti að setja óaftur- kallanlega mælikvarða á afvopnun, þar á meðal: að öll kjarnorkuvopna- kerfi, sem þegar hafa verið sett upp, verði tekin niður og gerð óvirk; kjarnaoddar verði gerðir óvirkir og teknir sundur; kjarnaoddar og geisla- virk efni sem nota má í vopn verði sett undir alþjóðlegt eftirlit; eld- flaugar og annar sendingarbúnaður verði eyðilagður. Sáttmálinn gæti einnig falið í sér þær ráðstafanir sem að ofan greinir og ættu að koma til framkvæmda sjálfstætt og án tafar. Þegar samningurinn er fullgerður ætti hann að koma í stað Sáttmálans um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna, NPT. 1455 samtök í 92 löndum höfðu undirritað þessa yfirlýsingu 15. febrúar árið 2000 Lögfræðiskrifstofa Atla Gíslasonar hrl. IngÓlfsstræti 5, 4. hæð Sími; 5622024 15

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.