Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 25

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 25
ítök jafn voldugs ríkis sem Bandaríkin eru að vera vara- söm fyrir okkar litlu þjóð. Viðbrögðin við ávarp- inu voru óskapleg. Loft hafði greinilega verið lævi blandið og nú ærðust blöðin. Fram að þessu hafði málið kraumað eins og í lokuðum potti. Um leið og lokinu var lyft sauð allt upp úr. Nú bjuggust margir við fram- boði ykkar til alþingiskosninga 1949. Hvers vegna varð ekki af því? Það var rætt í fullri alvöru og var mjög áleitið mál. Kosningar voru framundan og ýmsir í okkar röðum vildu bjóða fram. Aðrir voru því hins vegar mótfallnir. Þar komu bæði til persónulegar ástæður og eins hitt, að þeir töldu að flokkur af þessu tagi ætti takmarkaða framtíðarmögu- leika. Eitt mál, hversu mikil- vægt sem það annars var, gæti aldrei borið uppi stefnuskrá fyrir stjórnmálaflokk. Um önnur málefni voru skiptar skoðanir, enda höfðu menn ólíkar pólitískar rætur. Ég var algjörlega ófáan- legur til að taka forystu í stjórnmálaflokki. Kannski hef- ur það vegið nokkuð á metun- um. Nánasti samstarfsmaður minn, Klemenz Tryggvason, vildi ekki heldur fara í fram- boð. Ég þóttist sjá að flokkur sem færi af stað undir merkjum Þjóðvarnar mundi fleyta sér nokkuð á þeirri öldu sem risið hafði fyrir atbeina okkar, en ég hafði ekki trú á að sú alda risi verulega eða reyndist varanleg þegar fram í sækti. Niðurstaðan varð sú að breyta Þjóðvarnarfélaginu í landsmálafélag. Það var gert í maí 1949. Upp frá því var þó starfsemi félagsins fremur lítil. Við höfðum tapað, að við töld- um, og við því var lítið að gera. Um leið álitum við samt að félag fólks, sem hefði áþekk viðhorf til utanríkismála, gæti gegnt hlutverki og orðið að gagni. Svo fór þó að við sem helst bárum ábyrgð á félaginu höfðum öll miklum öðrum störfum að gegna og þau leyfðu okkur ekki að beita okkur verulega á öðrum vett- vangi. Ég taldi óraunhæft að berjast á móti NATO sem slíku og aðild að því, úr sem komið var. Þó var baráttan Islands vegna, fyrir íslenskri framtíð og menningu, síður en svo úr sögunni, en það varð að heyja hana á öðrum vettvangi og með öðrum aðferðum. SMURÐUR MOSKVUAGENT Viðbrögð Morgunblaðsins við ræðum Sigurbjarnar voru oft og tíðum harla vanstillt. Þetta ritar Valtýr Stefánsson laugardaginn 4. desember 1948 í grein sem ber heitið „Hlutleysistalið er deyfilyf kommúnista”: „Þ[annJ 2. des[emberj syngur Þjóðviljinn, og hátt kveður um það, að sjera Sigurbjörn Einarsson hafi „markað hina rjettu stefnu” í utanríkismálum Islendinga, með því að halda fram, að algert hlutleysi sje hið eina óbrigðula bjargráð, útúr þeim hættum, sem steðja að þjóð vorri, og öllum þjóðum heims. Segir málgagn Moskvavaldsins hjer að hinn sanntrúaði docent „eggi þjóðina lögeggjan í sjálfstæðisbaráttunni”. Ekki er að því að spyrja, að sjera Sigurbjörn hefir þar allan hinn sanntrúaða kommúnistaflokk að baki sjer. Ekki aðeins hina íslensku deild hans, heldur allar flokksdeildirnar í Vestur-Evrópu. Allar hrópa þær samkvæmt fyrirskipun einum rómi á hlutleysi þjóða sinna. Því það er hið „háleita” hlutverk kommúnistadeildanna, að sundra lýðræðisþjóðunuin með hlutleysistalinu, svo hinn rússneski björn geti fengið tækifæri og tóm til, að tortíma þeim hverri fyrir sig með sem minstri áhættu og fyrirhöfn. Það er þesskonar „sjálfstæðisbarátta”, sem kommúnistar vinna að og hafa fengið liðsinni docentsins, til að gera fólki erfiðara fyrir, að átta sig á, hvar fiskur liggur undir steini.” „Kjarni málsins“, eins og þar segir! En ritstjóri Morgunblaðs- ins var ekki búinn að segja sitt síðasta orð um guðfræðinginn. í grein sem birtist í blaðinu 7. desember 1948 og bar nafnið „þeir útvöldu fá fyrirskipanirnar“ skammar hann Þjóðviljamenn og telur þeim „nær, að taka til orða, til varnar yfirráðastefnu kommúnista, sem þeir eru menn til, en standa ekki lengur eins og gapuxar á svelli, sem kunna sig hvergi að hræra. Lítt mun þeim duga tíst hins smurða Moskvuagents, sjera Sigurbjarnar Einarssonar, eftir að Guðsmaður sá hefir tilkynt alþjóð manna þá skoðun sína, að vel mætti myrða annanhvern íslending, ef fyrir þær blóðsúthellingar fengist það hnoss, að fslenska þjóðin yrði Moskvuvaldinu auðsveip.“ Svo mælti Mogginn á árum kalda stríðsins - og gerir kannski enn. 25

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.