Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 35

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 35
FRÁ SKRIFSTOFU ÞINGVALLAFUNDAR 1960 félagið beita sér í auknum mæli á sviði innanlandsmála. „Það verður að beita sér fyrir því, að þjóðin fái hæfa fulltrúa, sem ekki bregðast skyldum við hana né hennar helgustu mál. Ef til vill verður Þjóðvarnar- félagið áður en varir harð- snúinn flokkur. Þjóðinni er nú meiri þörf víðsýnna umbóta- manna en nokkru sinni fyrr.“41 Þjóðvarnarfélagið varð ekki slíkt framboðsafl. Fyrir kosningarnar 1949 ákvað félagið að bjóða ekki fram. Sú ástæða sem gefin var fyrir því var sú að „í innanlandsmálum hefur Þjóðvarnarhreyfingunni ekki unnizt tími til að marka stefnu á sama veg og í utan- ríkismálum og ekki náð að kynna sjónarmið sín.“42 í kosningunum 1949 voru hins vegar í framboði fimm menn sem höfðu starfað fyrir félagið, Finnbogi Rútur Valdemarsson fyrir Sósíalistaflokkinn, Hannibal Valdimarsson fyrir Alþýðuflokkinn og Framsókn- armennirnir Sigurvin Einars- son, Lúðvík Kristjánsson og Stefán Jónsson.43 Þeir bræður náðu kosningu en enginn Framsóknarmannanna. Þeir Sigurvin og Stefán fóru hins vegar báðir á þing síðar, Sigurvin fyrir Framsókn- arflokkinn en Stefán fyrir Al- þýðubandalagið. Eftir þing- kosningarnar hafði félagið sig lítið í frammi og gaf aðeins út tvö tölublöð af Þjóðvörn árin 1950 og 1951. Finnbogi Rútur varð fulltrúi Sósíalistaflokksins í utanríkismálanefnd alþingis. Hann hafði vakandi auga með tilraunum hinna sjálfskipuðu „lýðræðisflokka“ til að koma í veg fyrir lýðræðislega umræðu um utanríkismál. í júní 1950 skrifaði hann utanríkisráðherra vegna sögusagna um að áætlanir um hernaðarlegan viðbúnað á íslandi væru í gangi og taldi hann að utanríkismála- nefnd ætti að fylgjast með slíkri áætlanagerð. Utanríkis- ráðherra, Bjarni Benediktsson, hafði slík tilmæli að engu og var aldrei haft neitt samráð við „kommúnista“. Finnbogi Rútur hefur verið kallaður ,,[e]inn virkasti andstæðingur banda- rískrar hersetu á Islandi“ og á hann þá einkunn skilda.44 En Bjarni Benediktsson hafði ekki 1 hyggju að láta almenna umræðu í samfélaginu ráða einhverju um stefnubreytingu í öryggismálum þjóðarinnar. Hinn 7. maí 1951 kom bandarískt herlið til Keflavík- urflugvallar samkvæmt samn- ingi við ríkisstjórn íslands sem ekki var lagður fyrir alþingi fyrr en 11. desember sama ár. Samkvæmt 21. grein stjórnar- skrárinnar getur forseti íslands enga samninga gert við önnur ríki „ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki alþingis komi til.“ Samkvæmt þingsköpum bar stjórninni einnig skylda til að kveðja utanríkismálanefnd alþingis saman. Einhverjum kynni að finnast að þegar um mikilvæg- ustu örlagamál íslensku þjóð- arinnar væri að tefla væri sérlega mikilvægt að málsmeð- SIGURÐUR GUÐNASON OG SIGRÍÐUR SÆLAND VORU ELST ÞEIRRA SEM GENGU FYRSTU KEFLAVÍKURGÖNGUNA ALLA LEIÐ 35

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.