Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 12

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 12
eitthvað í herliðinu en það helgast ekki eingöngu af sam- drætti í starfsemi heldur einnig af tæknilegum framförum. „Slíkar framfarir kunna enn- fremur að skapa aðilum varnar- samningsins færi á að inna af hendi einstök varnarhlutverk í framtíðinni með öðrum og sveigjanlegri hætti en hingað til,“ segir í greinargerð íslenska utanríkisráðuneytisins (bls. 28) og þar er bent á að þátttaka Islands í vörnum landsins hafi aukist. Við stöndum því frammi fyrir því að ísland verði innlimað enn frekar í varnar- og útþenslukerfi heimsauðvaldsins þar sem Bandaríkin ætla að halda pólitísku og hernaðarlegu forræði. Þá er ég ekki aðeins að tala um formlega stjórnarráðs- deild, sem heitir Varnarmála- skrifstofa Utanríkisráðuneytis- ins, heldur alls konar aðila hins borgaralega samfélags, lög- reglu, landhelgisgæslu, al- mannavarnir og björgunar- sveitir. Þetta er reyndar sagt hreint út í þeirri greinargerð utanríkisráðuneytisins sem ég vitnaði til hér í upphafi. Og því er við að bæta að um leið og borgaralegir aðilar eru dregnir inn í þetta kerfi er líka ætlast til að íslendingar taki þátt, beint eða óbeint, í hernaðarárásum eins og íslenska ríkisstjórnin hefur þegar gert. HEIMILDIR: 1997 Strategic Assessment: Flashpoints and Force Struture. National Defense University, Institute for National Strategic Studies. (http://www.ndu.edu/inss/sa97/sa97exe.html). Gilbert Achcar: „The Strategic Triad: The United States, Russia, and China.“ New Left Review 228. Mars/apríl 1998. Tariq Ali: „Springtime for NATO.” New Left Review 234. Mars/apríl 1999. Noam Chomsky: „Power in the Global Area.“ New Left Review 230. Júlí/ágúst 1998. Michael J. Glennon: „The New Interventionism.“ Foreign Affairs. Volume 78, No 3, maí/júní 1999. Chris Hellman: „Last of the Big Time Spenders.“ Fact Sheet. Prepared by the Center for Defense Information, 11. nóv. 1999 (http://www.cdi.org/issues/wme/spendersFY’OO.html). Michael Klare: „The Clinton Doctrine." The Nation 19. apríl 1999. (http://www.thenation.com/issue/990419/0419klare.html. Robert A. Manning og Patrick Clawson: „The Clinton Doctrine.“ Wall Street Journal 29. des 1997. Joseph S. Nye, Jr: „What New Order?“ Foreign Affairs. Volume 71, No 2, vor 1992. Report on the Quadrennial Defense Review (QDR). (Aðgengilegt á vefsíðunni: http://www.fas.org/man/docs/ qdr/t051997_t0519qdr.html). Strategic Assessment 1999: Priorities for a Turbulent World. National Defense University, Institute for National Strategic Studies. Washinton DC 1999. (Aðgengilegt á vefsíðunni: http://www.ndu.edu/ndu/whatsnew.html ). Öryggis- og varnarmál íslands við aldamót. Greinargerð starfshóps utanríkisráðuneytisins, febrúar 1999. GEISLADISKUR SHA Árið 1999 gáfu Samtök her- stöðvaandstæðinga út geisla- diskinn „Baráttusöngva fyrir friði og þjóðfrelsi.“ Á honum er að finna fjölda laga af hljómplötunum „Eitt verð ég að segja þér“ og „Hvað tefur þig bróðir“ sem SHA gáfu út, en einnig ýmis önnur lög af vettvangi baráttunnar, svo sem eftir Böðvar Guðmundsson. Allir hljóðfæraleikarar, söngv- arar og laga- og textahöfundar lögðu sitt af mörkum án endur- gjalds, en stærstan hlut á þó Sigurður Rúnar Jónsson sem sá um upptökustjórn. Sala á diskinum hefur gengið vonum framar, en enn er þó ekki of seint að tryggja sér eintak í síma SHA, 554-0900. BARÁTTUSÖNGVAR fyrir friði og þjóðfrelsi HERINN BURT 12

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.