Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 11

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 11
á milli nema við svokallaða friðargæslu í Kosovo. Síðla sumars 1999 kom upp orðróm- ur um að Rússar og Kínverjar hyggðu á nánari samvinnu um varnarmál og að Indverjar kæmu/hugsanlega að því samstarfi ásamt nokkrum fyrr- verandi Sovétlýðveldum í Mið-Asíu. Um þetta fjölluðu meðal annars indversk blöð. Bandaríkjamenn hafa uppi áform um að koma sér upp gagneldflaugakerfi og hafa í því skyni farið fram á það við Rússa að samningurinn um bann við gagneldflaugakerfum (Anti-Ballistic Missile (ABM) Treaty) frá 1972 verði endurskoðaður. Bandaríkja- menn segjast þurfa á gagn- flaugum að halda til að verjast kjarnorkuógn frá „utangarðs- ríkjum“ eins og Norður-Kóreu og Irak en Rússar og Kínverjar halda því fram að endurskoðun samningsins gæti hleypt nýju kjarnorkukapphlaupi af stað. hinu fullvalda ríki æðra. Eins og Noam Chomsky hefur eftir Anthony Lake öryggisráðgjafa þarf að tryggja í sessi sigur lýð- ræðisins og hins frjálsa markaðskerfis og þar leggja Bandaríkjamenn mikið upp úr forystuhlutverki sínu. Enn er þó uppi margvísleg andstaða við óheft veldi auðvaldsins og enn hefur ekki tekist að samþætta Rússland í hina miklu festi heimsauðvaldins. Kalt stríð fer því aftur að brúa bilið milli hernaðar- maskínunnar og lögreglu, almannavarna og borgaralegra björgunarsveita eins og við höfum séð í heræfingunum Norður-Víkingi á undan- förnum árum. Hvernig snýr þetta þá að okkur Islendingum? Það er ljóst að núverandi valdhafar í Bandaríkjunum álíta jafn- mikilvægt og áður að halda uppi öflugri hernaðarmaskínu og NATO og annað hernaðar- f 4 fTlfi GONGUMENN A LEIÐJFKA KEFLAVÍK í KÚAGER.ÐI ÍSILAND í SEINNA KALDA STRÍÐINU Heimsvaldastefnan er enn við lýði rétt eins og á 19. öld. Þá kepptust hin heims- valdasinnuðu ríki um nýlend- urnar. En nú eru þjóðríkin úrelt frá sjónarhóli borgarastéttar- innar og við lok kalda stríðsins gátu Evrópuríkin farið að losa sig við þá gömlu hugmynd að fullveldi ríkja væri heilagt. „Hið frjálsa markaðskerfi“ er harðnandi, seinna kalda stríðið, en það byggist ekki í sama mæli á tvískauta heimsástandi eins og í kalda stríðinu heldur beinast spjótin einnig að all- mörgum tiltölulega veikum „utangarðsríkjum“ og hryðju- verkastarfsemi sem er meira og minna óháð landamærum. Því nægir ekki að byggja hernað- armáttinn á kjarnorkuvopnum og öðrum öflugum vígbúnaði. Einn liður í hinni nýju stefnu er samstarf sem Bandaríkin eiga aðild að skipta miklu máli. Það yrði því mjög illa séð ef íslendingar tækju upp á því að se&ja skilið við NATO. Það er líka mjög ólíklegt að banda- rískir ráðamenn séu tilbúnir að leggja herstöðina á Miðnes- heiði niður þótt mikilvægi Norður-Atlantshafsins minnki eitthvað miðað við önnur svæði í heiminu. Hins vegar er líklegt að þeir vilji fækka SÍLDARVINNSLAN NESKAUPSTAÐ

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.