Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 29

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 29
ánægður með þetta ástand mál- anna.“7 Helsta mál fyrsta tölu- blaðs Utsýnar var herstöðva- málið, sem blaðið „skúbbaði“, þar sem flokksblöðin voru öll bundin þagnarskyldu á meðan tekin væri afstaða til málsins. Tók blaðið eindregna afstöðu gegn beiðninni: „Þó að ýmsar raddir hafi komið fram um það, að Islendingum sé það mikil nauðsyn, að viðskipta- og menningarsambönd þau, sem myndazt hafa við Bandaríkin á stríðsárunum, haldist í framtíð- inni, hafa allir, sem látið hafa til sín heyra um það mál — að einum undanteknum — talið sjálfsagt, að það yrði einhuga krafa íslendinga, að staðið yrði við loforðin í herverndarsamn- ingnum um, að allt herlið Bandamanna yrði á brott úr landinu eins fljótt og auðið yrði eftir ófriðarlokin.“8 Sá eini sem við er átt er Jónas frá Hriflu. I leiðara Utsýnar sem ber yfirskriftina „Nei“ er spurt: „Höfum við þá háð sjálfstæðis- baráttu öldum saman til þess að geta sjálfir afsalað okkur sjálfstæðinu, daginn eftir að við fengum það í hendur? Sjálfstæðið er einmitt rétturinn til að ráða óskorað yfir landinu án íhlutunar annarra þjóða. Um leið og við samþykktum her- vernd Bandaríkjanna værum við ekki lengur sjálfstæð þjóð, heldur verndarríki, stjórnar- farslega miklu háðari öðru ríki heldur en nokkru sinni Dan- mörku, áður en sambandsslitin fóru fram.“9 I næsta tölublaði Útsýn- ar, sem kom út 26. október, er bent á að nú sé „ekkert öryggi að fá með „hervernd“, sem byggist á stórum landherjum, herskipaflotum eða loftflot- um“10. Ný heimsstyrjöld gæti leitt af sér tortímingu allrar sið- menningarinnar á skömmum tíma. Að biðja um hervernd vegna þess að heimsstyrjöld væri í nánd „væri svipað því að fremja sjálfsmorð af líf- hræðslu.“n Sjónarhóll Útsýnar var mótaður af hryllingi styrjaldarinnar sem þá var ný- lokið. I blaðinu var fjallað um nýjungar í vísindum og tækni og bent á að „engilsaxneskir vísindamenn báðum megin Atlantshafs unnu þetta afreks- verk, að beizla jörmunorku efniskjarnans, og komu með því skyndilega á kné dýrslega öflugum andstæðingi. Við það komst á alheimsfriður, og hinir samvinnandi vísindamenn fóru hver til síns heima. Hið opin- bera kostar ekki lengur hug- vitsamlega samvinnu þeirra, né annarra jafngildra stofnana. Og þó hafa fróðustu menn það fyrir satt, að með líku samstarfi mætti koma á kné langtum mannskæðari óvini en Japanar eru, þar sem er krabbamein, einhver mannskæðasti og hryllilegasti óvinur mannlegrar heilbrigði.“12 í fyrsta hefti blaðsins koma einnig fram efa- semdir um réttmæti þess að beita kjarnorkuvopnum í stríði: „[Mörgum] hefur orðið á að spyrja: Var það alveg nauð- synlegt að drepa hálfa milljón manna til þess að sannfæra Japana um mátt atómsprengj- unnar?“13 Annað hefti Tímarits Máls og menningar 1945 var helgað „sjálfstæðismálum ís- lendinga“. Þar leiddi Einar Ól. Sveinsson prófessor langan lista rithöfunda, menntamanna og skálda sem rituðu gegn her- stöðvabeiðni Bandaríkjanna. Ein stysta greinin var eftir hina rúmlega áttræðu Theodóru Thoroddsen sem líkti beiðninni við tilraunir erlends stórgróða- félags til að kaupa Gullfoss, sem virðast raunar hafa verið mönnum hugstæðar í þessu samhengi.14 Theodóra lauk FINNBOGI RÚTUR. VALDEMARSSON máli sínu svo: „Öll vitum við, að vopnaðar stórþjóðir geta tekið okkur herskildi hvenær sem þeim býður svo við að horfa, en látum þær gera það á eigin ábyrgð, en ekki með voru samþykki.“15 Tímarit Máls og menningar hafði orð á sér fyrir pólitíska róttækni, en kunnir menntamenn tóku einnig afstöðu gegn herstöðvabeiðni Bandaríkjastjórnar á öðrum vettvangi, þ.á m. Ólafur Lárus- son, háskólarektor, og Pálmi Hannesson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík og tengda- sonur Theodóru Thoroddsen. Pálmi var í miðstjórn Fram- sóknarflokksins og hafði setið á þingi fyrir þann flokk. 29

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.