Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 31

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 31
miðlaumræðu er þetta svo látið sanna að sósíalistar hafi einungis verið á móti hersetu Bandaríkjamanna á Islandi vegna fyrirskipana frá Moskvu og skipt um línu eftir því hvernig vindar blésu fyrir austan. Um það má þó efast. Brynjólfur Bjarnason hafði verið einn reyndasti forystu- maður íslenskra kommúnista á kreppuárunum og hafði ein- dregnar skoðanir á alþjóða- málum.25 Það er því ekki sann- færandi að telja ræðu Brynjólfs á alþingi 1941 til vitnis um „að skilningur hans á atburðunum var enn ófullkominn, hann hafði ekki til fulls gert sér grein fyrir hvílíkum straumhvörfum innrás Hitlers í Sovétríkin hlyti að valda.“26 Hitt er sennilegra, að hann hafi viljað fara sér hægt í því að breyta um afstöðu til Bandaríkjanna, enda þótt honum þætti samstaða þeirra og Sovétmanna í stríðinu æski- leg. í ræðu sinni á alþingi 1941 benti hann á „að ekkert er eins hættulegt smáþjóð eins og það að eiga allt sitt undir náð eins herveldis. Það eru endalokin á allri sjálfstæðri utanríkis- pólitík.“27 Aðdáun Brynjólfs á Jósef Stalín hafði ekki komið í veg fyrir að hann hafði áður gengið gegn vilja forystu- manna Komintern þegar honum sýndist svo. Arið 1937 hafði hann hitt þá í Moskvu og verið ráðlagt að vinna að sam- einingu íslenskra kommúnista og Alþýðuflokksins, en þegar hann kom heim urðu kommún- istar þvert á móti ósveigjan- legri í afstöðu sinni til krata.28 A sama hátt urðu þeir ekki ginnkeyptir fyrir óskum Bandaríkjamanna í öllum mál- um, enda þótt Bandaríkin væru í bandalagi við Sovétrfkin um stundarsakir. í viðræðum við sovéska sendifulltrúa sumarið 1942 ítrekaði Einar Olgeirsson, formaður Sameiningarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins, áhyggjur sínar af ásælni Bandaríkjamanna á íslandi. Þær áhyggjur voru ekki í neinu samræmi við stefnu Sovét- stjórnarinnar, sem taldi óhjá- kvæmilegt að Island mundi lenda á bandarísku áhrifasvæði í stríðslok og hafði engin áform um að sporna við bandarískum áhrifum á íslandi.29 Enginn vafi er á afstöðu sósíalista til Bandaríkjanna veturinn 1944-1945, enda þótt Sovétmenn og Bandaríkja- menn væru traustir bandamenn á þeim tíma. í minnisblöðum Olafs Thors segir af viðræðum hans við Brynjólf Bjarnason í tengslum við herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna 1. október 1945: „Ræddi við Brynjólf milli 4. og 5. Hann trúði mér fyrir því, að kommar hefðu farið í stjórn til þess að hindra að þetta kæmi fyrir. Sagðist ekki myndu ganga inn á neitt það spor í málinu, sem gæti leitt til þess, að við sætum fastir.“30 Þessari stefnu fylgdi Sósíalistaflokkurinn jafnan einarðlega. Svo einarðlega raunar að um mitt ár 1947 lýsti forstöðumaður sovéska sendi- ráðsins á íslandi áhyggjum sínum af stefnu Sósíalista- flokksins sem hann taldi of smáborgaralega og þjóðernis- sinnaða.31 En stefna sem var of þjóðernissinnuð fyrir smekk Sovétmanna samrýmdist betur skoðunum Finnboga Rúts Valdemarssonar. Hann gekk til liðs við sósíalista fyrir þing- JÓNAS ÁRNASON OG EINAR. BRAGI Á GÓÐRI STUNDU 31

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.