Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 22

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 22
hefðbundins vígbúnaðar, einkum og sér í lagi í löndum Mið- og Suður-Ameríku, þótt hægt miði. Þá má nefna Ottawa-samkomulagið sem á vonandi eftir að leggja grunn að betra lífi komandi kynslóða í mörgum þeirra landa sem hafa verið vettvangur styrjalda á undanförnum áratugum. Mestri birtu stafar þó af þeirri staðreynd að þeim, sem eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til að binda endi á hörmungarnar, fjölgar stöðugt, og samtökum sem þora að rísa upp gegn endalausum blekk- ingum hlutdrægra fjölmiðla, hefur vaxið fiskur um hrygg allt frá dögum stríðsins í Víetnam. HIELSTU HEIMILDIR: A Report of the Committee on Nuclear Policy, „Jump- START: Retaking the Initiative to Reduce Post-Cold War Nuclear Dangers,“” ACT, Janúar/Febrúar 1999. John Pike, „Ballistic Missile Defense: Is the U.S. ‘Rushing to Failure’?,“ ACT, Apríl 1998. The State of War and Peace Atlas, 3. útg. Osló, 1997. SIPRI Yearhook 1995-1999. Armaments, Disarmaments and International Security. Stokkhólmi, 1995-1999. MIÐNEFND SHA 1999-2000: Aðalmenn Hallgerður Pálsdóttir Sigrún Gunnlaugsdóttir Sigurður Flosason, gjaldkeri Stefán Pálsson, formaður Sverrir Jakobsson Varamenn Einar Ólafsson, ritari Margrét Guðmundsdóttir Sigvarður Ari Huldarsson ... að bandarískt herlið hverfi burt af íslandi og aldrei komi til þess framar, að erlent herlið noti land og þjóð hernaðarhagsmunum sínum til framdráttar. ... að samhliða brottför hersins verði tryggt að atvinnulíf á Suðurnesjum raskist sem minnst og að íslendingar taki sjálfir að sér allan rekst- ur Keflavíkurflugvallar. ... að tryggt verði að bandaríski herinn hreinsi upp eftir sig og bæti fyrir þau umhverfisspjöll sem dvöl hans hefur valdið hér á landi. ... að ísland standi utan allra hernaðarbanda- laga og stuðli að framgangi friðar og afvopnun- ar á alþjóðavettvangi. ... að íslensk stjórnvöld friðlýsi fsland og ís- lenska lögsögu fyrir allri geymslu og meðferð kjarnorku- og eiturefnavopna og umferð kjarn- orkuknúinna farartækja. ... að sameina alla, sem vilja vinna að þessum markmiðum, til baráttu fyrir þeim. * Vefrlt um n t* i n m !>r"3c‘! ■ ^ og mennlngu www.aurinn.ia 22

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.