Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 19

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 19
milljón spren&jur faldar í jörðu og jafnvel þó að engu verði bætt við þá tölu í framtíðinni munu þær halda áfram að valda manntjóni um áratuga skeið. Tæpur helmingur þessara sprengna er í Mið- Austurlöndum, 20 milljónir í bæði Austur-Asíu og Afríku sunnan Sahara, 10 milljónir í Suður-Asíu og 7 milljónir í Evrópu. í Kambódíu einni er áætlað að virkar jarðsprengjur séu um 10 milljónir og svipaða sögu er að segja um Afghanistan og Angóla. í þessum löndum örkumlast fólk hundruðum saman í hverjum einasta mánuði. Meira en 20 Evrópulönd og 10 lönd í Ameríku, þ.á m. Bandaríkin og Kanada, hafa til þessa stundað þá ábatasömu iðju að framleiða jarðsprengjur. Mikill minni- hluti þessara ríkja býr við verulega hættu af jarð- sprengjum samkvæmt skýrslu Rauða krossins. Enn er þó unnið að því að hreinsa upp jarðsprengjur frá dögum seinni heims- styrjaldar í Belgíu, Þýskalandi og Austurríki. OITAWA'SÁTTMALINN Nú standa vonir til að heldur fari að draga úr fram- leiðslu og notkun þessara ógeðfelldu vopna. Dagana 3. og 4. desember 1997 lauk löngum og ströngum samningaviðræðum í Ottawa með því að fulltrúar 121 ríkis undirrituðu sáttmála sem kveð- ur á um að óheimilt skuli vera að nota, eiga, framleiða og dreifa jarðsprengjum sem ætlað er að valda manntjóni (anti-personnel landmines). Jafnframt skuldbundu aðildar- ríki samningsins sig til eyðileggja allar birgðir sínar af þessum sprengjum innan fjögurra ára frá því að sátt- málinn gengi í gildi en það gerði hann 1. mars 1999. Ottawa-samkomulagið á sér engan líka í sögu af- vopnunarmála, það er al- þjóðlegur samningur sem varð að veruleika fyrir tilstilli ríkja og félagasamtaka sem fylgdu sömu stefnu í málinu og hrintu henni í framkvæmd án tillits til hagsmuna stórveldanna. Meðal þeirra ríkja sem ekki undir- rituðu samninginn eru Banda- ríkin, Rússland og Kína. I síð- ustu lotu samninganna, sem fram fór í Osló í september 1997, reyndu Bandaríkjamenn að fá fram verulegar breytingar Helstu vopnaútflytjendur 1994-98 ■ 1998 □ 1994-97 19

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.