Tölvumál - 01.12.1999, Qupperneq 3

Tölvumál - 01.12.1999, Qupperneq 3
Tímarit Skýrslutæknifélags Islands ÍliE • E • F • N • I • Tölvupóstur starfsmanna Hlynur Halldórsson J Frá orðanefnd Q SlGRÚN HELGADÓTTIR # Galdrar, öryggi á Internetinu Jónas Sturla Sverrisson 13 Kasmír mikli Árni Gunnar Róbertsson 16 Internetið sem miðill Aðalsteinn Magnússon 19 Rafræn tímarit Hrafnhildur Hreinsdóttir 22 Veflausnir með Informix Einar Bergmundur Arnbjörnsson 25 MPEG Layer-3 tónlist á netinu Baldur J. Baldursson 30 IP margvörpun Sæmundur E. Þorsteinsson og Hafþór Óskarson 32 Ólikir Þættir Stefán Ingólfsson 35 NetWorld Interop 99 Arnaldur F. Axfjörð 37 FAQ: Ertu tölvufræðingur? Helga Waage 41 Samruni tölvutækni og simatækni Björn Jónsson 43 Ráðstefnudálkurinn 47 ISSN-NÚMER: 1021-724X Ekkert í sögu tölvunnar hefur aukist eins og fangað athyglina jafn rækilega og það sem er meginefni þessa tölublaðs Tölvumála; Netið, Internetið, Alnetið eða lýðnetið. Nöfnin eru mörg en allt ber að sama brunni og á skömmum tíma hefur það vaxið svo mjög, og teygt anga sína svo víða og snert svo margt að með ólikindum er. Það er alveg sama hvar borið er niður. Allsstaðar kemur Netið við sögu. Fyrir marga hefur þessi þáttur upplýsingatækninnar breyst úr því að vera forvitnileg viðbót í að vera hornsteinn í starfsemi. Nú er svo komið að sum íslensk fyrirtæki byggja starfsemi sína annaðhvort í æ ríkari mæli eða jafnvel alfarið á Netinu. Fyrirtæki fara jafnvel úr hefðbundnum viðskiptum yfir í að reka starfsemina alfarið á Netinu. Enda hefur tækninni verið tekið opnum örmum af almenningi en samt stundum með ákveðinni varúð. Þó fjölmiðlar greini oft frá því sem kalla má framfarir þá eru jafnframt dregnar fram ýmsar skugga- hliðar Netsins. Víst eru kostir og gallar til staðar en hinu má ekki gleyma að lítill tími er að baki og langur vegur framundan. Hvernig umhorfs verður eftir fáein ár er útilokað að spá. Má í því sambandi vitna í tímaritið Economist sem líkti sögu Netsins til þessa við sögu farþegaflugs þar sem sagði að til samanburðar væri staðan núna eins og þegar DC- 3 farþegavélar hófu flug á millistríðsárunum. Aðgengi að Netinu er fyrir þorra fólks um einmenningstölvu og litið er á slíkar tölvur sem sjálfsagða gátt í vefheiminn. Ljóst er þó að breyting er að verða á og innan tíðar verða ekki bara slíkar tölvur notaðar heldur margt annað. Sérsniðnar smátölvur verða fyrst- ar og frásagnir af ýmsum gamalgrónum heimilistækjum með netbún- aði vekja forvitni og margir spyrja sjálfa sig til hverra framleiðend- urnir ætla að ná. Hvernig sem fer verður notkun í framtíðinni með allskonar tækjum. Hver verður svo framtíð Netsins? I Economist sagði að framtiðin lægi í þvi sem væri að Netinu í dag. í fyrsta lagi er aðgenginu um einmenningstölvur sem stendur hætt við ýmsum kvillum og þykir klunnalegt. I öðru lagi væri Netið sem slikt erfitt í notkun og flókið væri fyrir notendurna að finna það sem þeir eru að sækjast eftir. Sömuleiðis ættu ýmsir í vandræðum með að tengja fyrirliggjandi kerfi sin við Netið ef ætlunin væri að vera með viðskipti á því. í síð- asta lagi taldi blaðið að öryggi og áreiðanleika þess væri áfátt. Þetta eru raunveruleg vandamál sem núna er tekist á við að laga og færa til betri vegar. Ritstjórnin færir höfundum bestu þakkir fyrir sitt framlag svo og Tölvuorðanefnd sem las greinarnar yfir og kom með tillögur að orð- um. I tækni sem þessarri koma sífellt fram ný orð og hugtök sem ekki hafa verið þýdd eða íslenskuð áður og er mikils virði að fá samstarf milli greinarhöfunda og Tölvuorðanefndar á þessum vett- vangi.Jafnframt færum við lesendum óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Einar H. Reynis Tölvumál 3

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.