Tölvumál - 01.12.1999, Page 9

Tölvumál - 01.12.1999, Page 9
Frá orðanefnd Frá orðanefnd Sigrún Helgadóttir Orðanefnd, ritnefnd og allir höfund- ar efnis r þessu tölublaði hafa átt mjög ánægjulegt samstarf um orðaforða sem er notaður í greinunum í þessu blaði. Orðanefnd hefur lesið yfir all- ar greinar, orðtekið þær og gert tillögur um breytingar ef ástæða þótti til. Afrakst- urinn er orðalistinn hér á eftir. I orðalist- anurn eru a.m.k. sum þeirra tækniorða sem höfundar nota, ensk heiti og íslenskar þýð- ingar. Stundum eru gefnar fleiri en ein þýðing og er þá litið svo á að um samheiti sé að ræða. Orðanefndin vill færa höfund- um sérstakar þakkir fyrir einstaklega góð viðbrögð. Þau sýna að fólk vill vanda mál- far sitt. Ekki er ætlunin að fjalla um ein- stök orð í orðalistanum hér. Þó verður fjallað sérstaklega unt þýðingar á nokkrunt enskum heitum. Það eru heitin Internet, en það kemur ekki fyrir í orða- listanum, og heitin online og offline og ýmsar samsetningar þar sem orðið app- lication kemur fyrir. Internet Þetta blað fjallar nær eingöngu um fyrir- bærið sem á ensku kallast Intemet. En ekki hefur enn tekist að finna íslenskt heiti fyrir þetta fyrirbæri sem sátt er um. Urn tíma notaði Morgunblaðið heitið Alnet fyrir Internet en því heiti var hafnað af tæknimönnum. Fjölmiðlar, þar með talið Morgunblaðið, nota nú yfirleitt heitið Netið, ritað með stóram upphafsstaf. Það er í sjálfu sér ekki vond lausn í texta eins og blaðagrein, þegar ekki leikur vafi á hvað átt er við. Það gengur hins vegar ekki í tæknilegum texta. Til eru rnargs konar net. Enska orðið network er einnig þýtt með net. Þegar net eða Netið kernur fyrir í upphafi setningar er ekki unnt að greina á milli né heldur greinist munur í töluðu ináli. Samsett orð þar sem Internet og network eru fyrri liður verða þá einnig tvíræð. Dæmi um þetta eru heitin Internet connection og Internet server. Einnig eru til network connection og network server. í 3. útgáfu Tölvuorðasafns er orðið Lýðnet gefið sem þýðing á Intemet. Þegar leitað var að íslensku heiti fyrir Internet var gefin sú skýring að munurinn á því neti og öðrum fjölnetum væri sá að þetta net væri öllum mönnum aðgengilegt en önnur slfk net bundin við t.d. tiltekin fyrir- tæki. Þá komu í hugann orð eins og al- menningsnet, almannanet eða alþýðunet en af því forliðir þeirra orða eru óþarflega langir þá kom fram sú hugmynd að segja heldur lýðnet sbr. orðin lýðveldi, lýðræði, lýðskóli, lýðréttindi og mörg fleiri. Nú virðast þó margir vera famir að nota enska orðið Internet sem íslenskt orð, beygja það eins og íslenska orðið net og setja á það greini. Það sem menn finna að orðinu er hins vegar að það þykist vera ís- lenskt, en hvert mannsbarn sér að það er ekki svo. Það er því úr vöndu að ráða. Margir, þar með taldir orðanefndarmenn, telja mjög miður ef enska heitið Internet festist í mál- inu. Orðið lýðnet (sem við viljum nú frek- ar rita með litlum staf) er ekki frátekið og það er ekki unnt að hafa neitt á rnóti því af tæknilegum ástæðum. Orðanefndin leggur því eindregið til að því sé gefið tækifæri og menn prófi að nota það. Það má stytta í netið eins og Intemet þegar ekki leikur vafi á hvað við er átt. Online, offline Oft og lengi hefur orðanefndin fjallað um íslensk heiti fyrir ensku heitin online og offline. í fyrstu útgáfu Tölvuorðasafnsins voru gefnar þýðingamar viðtengdur fyrir online og frátengdur fyrir offline. Þessi orð hlutu ekki náð fyrir augum tölvunot- enda. I annarri útgáfu var reynt að þýða online með forliðnum sambands- og offline með lýsingarorðinu sambandslaus. Þegar 3. útgáfa Tölvuorðasafns kom út héldum við að lausnin væri fundin. Þar voru lögð til orðin innankerfis og ut- ankerfis. Við áttuðum okkur á því að merking orðanna online og offline hafði breyst töluvert. Þegar þýðingamar sam- bands- og sambandslaus voru settar á flot í 2. útgáfu Tölvuorðasafns voru orðin notuð í þeirri merkingu. Tæki voru annaðhvort Tölvumál 9

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.