Tölvumál - 01.12.1999, Page 18

Tölvumál - 01.12.1999, Page 18
Kasmír mikl er á myndina. • Reynið að nota fáar myndir á hverri síðu. • Endumýtið myndir á síðu, þegar vafr- ari hefur birt mynd einu sinni er hún geymd í flýtiminni og birtist því hratt eftir fyrsta skipti. • Ef GIF skrá er notuð notið þá sem fæsta liti og vistið sem _interlaced“. • Ef JPG skrá er notuð reynið þá hæstu þjöppun, minnkið síðan þjöppunina að því marki þegar gæða/stærðar hlutfall- ið er ásættanlegt. • Skiptið stórum myndum upp í töflu- reiti. Ath. að TCP/IP sendir gögn í litlum pökkum. X-einingar Ef þörf er á birtingu efnis sem krefst sér- stakrar vinnslu úr gagnagrunni eða gagn- virkni við notendur vefsins em svokallaðar X-einingar notaðar (Informix-einingar). Þessar einingar em settar inn í síðuumsjón- arhluta Kasmírs með kviklegu tagi sem tek- ur heiti einingarinnar og aðrar breytur, sem skilgreina útlit og eiginleika einingarinnar, sem færibreytur. Útlit X-einingarinnar fer eftir sama staðli og HTML og dæmi um hvemig X-eining er notuð í Kasmír væri: <?xeining h={ heiti x-einingar) b={breyt- ur)>. Með Kasmír fylgja nokkrar X-einingar til ýmissa nota, þar má nefna sem dæmi fréttaeiningu, fyrirspurnaeiningu, leitar- vél, netfangalista og breytingalista. X-ein- ingunum getur fylgt umsjónarhluti eins og tilfellið er með fréttaeininguna. Fréttaum- sjónarhlutinn gefur möguleika á að slá inn frétt og láta Kasmír birta hana strax eða sjálfvirkt á fyrirfram ákveðinni dagsetn- ingu. Fréttaeiningin sér um að flokka frétt- irnar og sér til þess að eldri fréttir séu ávallt aðgengilegar. Ef nægt efni er í reglubundnar fréttir á vefnum er fréttasíða sterkur leikur til að gera vef fyrirtækisins áhugaverðari. Ohætt er að segja að fólk sækist í fréttir en einir fjölsóttustu vefir landsins em einmitt fréttavefir sbr. visir.is og mbl.is. Árni Cunnar Róberisson, rafmagnsverkfræð- ingur, er höfundur Kasmírs 18 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.