Tölvumál - 01.12.1999, Qupperneq 37

Tölvumál - 01.12.1999, Qupperneq 37
NetWorld + Interop ing og hönnun, Öryggi, Viðskipta- og net- kerfisstefnumótun, Samruni gagna, tals og myndsendinga og Windows NT. Flestir Islendingarnir sóttu dags nám- skeið hjá David Passmore, en hann er virt- ur ráðgjafi í svokölluðum arkitektúr net- kerfa. Þar var farið ítarlega í þrjá þætti arkitektúrsins; tæknistöðu (e; technical positions), kerfismát (e; templates) og grunnreglur (e; principles). Arkitektúr netkerfis er skilgreining á meginþáttum þess og hvernig þættirnir spila saman. Hann lýsir æskilegri heildar- hönnun net- og fjarskiptakerfis og tekur mið af stefnumótandi tímaramma frekar en útfærslu (með ásýnd á þrjú ár eða meira). Arkitektúr er ekki það sama og högun netkerfis sem segir til unt stærð og staðsetningu eininganna, heldur er hann leiðbeinandi unt tæknilegar útfærslur. Tæknistaða lýsir þeim stöðlum eða skil- greiningum sent eiga við alla meginþætti högunar netkerfisins. Dænti um tækni- stöðu eru fullyrðingar eins og þessi: „Öll tölvukerfi skulu eingöngu keyra á IP sam- skiptahætti.” Eða: „Staðarnet skulu byggja á 100 Mb/s netskiptri Ethernet netmiðju. Nethryggur skal ekki vera ATM.” Kerfismátin eru teikningar sem sýna dreifingu kerfisþáttanna og hvernig þeir tengjast saman. Mát geta einnig verið lík- ön sem sýna samspil á milli kerfisþáttanna sem skilgreindir eru í tæknistöðunni. Grunnreglur arkitektúrs eru hástemdar markmiðssetningar sem tengja netkerfið við viðskiptaleg markmið starfseminnar. Grunnreglurnar innihalda gildi og eigin- leika fyrirtækisins og styðja við stefnu þess. Grunnreglurnar leiða síðan tækni- stöðuna og kerfismátin. Við skilgreiningu á arkitektúr netkerfis er byrjað á því að setja fram grunnreglurn- ar útfrá viðskiptalegum markmiðum fyrir- tækisins, og síðan eru teiknuð og hönnuð mát sent leiða síðan lil skilgreininga á tæknistöðu varðandi alla meginþætti net- kerfisins. Slíkur arkitektúr er lykill að sveigjanleika netkerfis til þróunar og stækkunar og forsenda fyrir hagkvæmum rekstri kerfisins. Góður og vel skilgreind- ur arkitektúr er mikilvægasta forsenda þess að samræmi sé milli væntinga starf- seminnar og þeirrar upplýsingaþjónustu sem veitt er á netkerfinu. Lokaorð NetWorld+Interop er mjög gagnleg ráð- stefna þar sem margt er á döfinni. Auk þess sem hér hefur verið tjallað um voru ýmsir sérstæðir fyrirlestrar og kynningar- námskeið unt málefni eins og staðamet, víðnet og ýmsar tækninýjungar, auk vett- vangs fyrir umræðu um framtíðina og stefnumótun í upplýsingatækni. Og um kvöldmatarleitið tvo ráðstefnudagana voru í gangi fundir undir formerkinu „sækjast sér um líkir” (e; birds-of-a-feather) þar sem jafningjar gátu sest niður og fjallað um sín hugðarefni. A ráðstefnunni var líka bókabúð þar sent hægt var að skoða og meta bækur um ýmis málefni tengd tölvum og netkerfum. Algengt er að ráðstefnugestir skoði bæk- urnar og skrifi hjá sér en panti síðan á vef- setri á Alnetinu. Tölvuver voru víða um svæðið þar sent hægt var að skrá sig inn á staðarnet sýningarinnar og senda tölvu- póst og tengjast Alnetinu. Gefið var út dagblað og rekin útvarpsstöð, en einnig voru beinar sjónvarpssendingar inn á Al- netið. Fyrirtækið Nokia bauð 500 ráð- stefnugestum þráðlaust fjarskiptakort í fartölvur sem gerði þeim kleift að sitja hvar sem var með tölvurnar sínar og vinna inn á staðarneti ráðstefnunnar með að- gangi að Alnetinu og tölvupósti. Margt athyglisvert kom fram á ráðstefn- unni. Leiga á notkunarhugbúnaði (e; app- lication service providers: ASP) er vax- andi, þar sem viðskiptavinir geta keypt að- gang hjá miðlægum þjónustuaðilum að ýmsum forritum, þar á meðal skrifstofu- kerfum og ljárhagskerfum auk aðgengis að Alnetinu og tölvupósti. Hýsiþjónusta fer líka vaxandi, en þá er tölvukerfi við- skiptavinarins hýst hjá miðlægum þjón- ustuaðila. Þetta er einfaldara og ódýrara með tilkomu fjarvinnsluþjóna eins og Terminal Server frá Microsoft og biðlara- hugbúnaðar frá Citrix. í slíkri útfærslu fer tölvuvinnslan fram á netþjóninum en ein- ungis gögnum vegna lyklaborðsásláttar, hreyfingar músar og uppfærslu skjá- mynda, ásamt prentskrám, er varpað yfir fjarvinnslutengingar. Athyglisvert var að mikið af þeint hug- Tölvumál 37

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.