Heimilisritið - 01.01.1947, Page 6

Heimilisritið - 01.01.1947, Page 6
langaði til þess að verða skáld, og hann vakti því fram á nætur við skriftir. Það var síðari liluti laugardags, og mikið hafði verið að gera. Sím- inn hringdi. Walters svaraði og kallaði síðan á Ilinn. „Rinn“, sagði hann, „mér þykir leitt að biðja þig um að fara með vörur út í bæ svona seint, en það var kona að flytja inn í gamla Watson-húsið við Forgestræti og vantar ýmislegt“. „Það er allt í lagi“, svaraði Rinn. Jafnvel áður en hann leit á Valerie Pratiere, kom hann auga á bækurnar. Hann stóð við dyrn- ar og starði á þær eins og í leiðslu. „Þær eru margar, finnst yður ekki?“ sagði hún brosandi. „Jú, sannarlega. Eg hef aldrei séð slíkan bókafjölda á einum stað utan veggja bókasafnsins“. Hún hló innilega. „Þér eruð auð- vitað maðurinn frá járnvöruverzl- uninni?“ „Walters sagði að þér þyrftuð að fá þetta strax“. „Já, það er allt í óreiðu hér. Ég hef ekki haft tíma til þess að koma því í lag, en ef*þér viljið megið þér líta á bækurnar“. „Mig langar vissulega til þess, en ég verð að vera kominn í verzl- unina áður en lokað er“. „Ég geri ráð fyrir að þér hafið miklar mætur á bókum?“ Röddin var blíð, og nú — í fyrsta sinn — leit Rinn af bókun- um á hana, og augu þeirra mætt- ust. Þegar hann sá hana þarna, þar sem hún stóð við dyrnar, bros- andi með ljómandi augu og hárið, sem lyftist svo fallega og eðlilega upp frá enninu, gat hann ekki slitið sig frá því að horfa á hana, heldur naut hugfanginn fegurðar hennar. Og þegar hún brosti til hans', var enginn vafi lengur til — hann vissi að hann var ástfanginn, ástfang- inn af fagurri konu, sem var að líkiridum tíu árum eldri en hann. jjÉg — já, ég hef mætur á bók- um“, sagði hann. „Þær eru hluti úr lífi mínu. Þér skiljið, mig lang- ar til þess að verða skáld“. „Gleður mig, en má ég ekki ann- ars kynna mig. Við höfum alveg gleymt slíku. Nafn mitt er Valerie Pratiere“. „Ég heiti Rinn Corovall". „Gaman að kynnast yður, Rinn. Þér eruð fyrsti maðurinn, sem ég hitti hér í borginni fyrir utan burð- armánn,. sem reyndist mér ágæt- lega, og tortrygginn vagnstjóra. Yður er velkomið að fá allar þæj bækur lánaðar, sem þér viljið“. „Það er mjög vel boðið, og ég mun sannarlega notfæra mér það. Ég er einmitt að Ijúka við að lesa allar bækurnar í bókasafninu. Væri yður sama þótt ég liti inn á morg- un?“ „Þér eruð velkominn. Ég hlakka meira að segja til að sjá yður“. 4 HEIMILISRITEÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.