Heimilisritið - 01.01.1947, Side 25
Krœsingar
Vanillusósa
6 dl. mjólk
4 tesk. kartöflumjöl
sykur, vanilla
1 dl. rjómi
Mjólkin er hituð. Þegar hún
sýður, er hún jöfnuð með kartöflu-
mjölinu, sem hrært hefur verið út
með köldu vatni. Sykur og vanilla
látin í eftir smekk. Þegar sósan
er köld, er þeytti rjóminn látinn
í hana.
Hræra verður í sósunni öðru
hverju, á meðan hún er að kólna.
Epli með súkkulaSisósu
6 epli
vatn
1-2 bollar sykur
Sósan:
5 dl. vatn og eplasoðið
2 matsk. kakó
1 — kartöflumjöl
2 dl. rjómi
Eplin eru flysjuð og skorin í
tvennt. Fræhúsin tekin úr þeim.
Gott er að hafa 2 epli á manp af
meðal-stórum eplum, en séu þau
stór, er nóg að hafa 1% epli á
mann.
Eplin eru soðin í sykurvatni,
þangað til þau eru ntjúk en heit.
Látin upp á fat.
Vatn er látið saman við eplasoð-
ið, svo að það verði hæfilega sætt.
Iýakó og kartöflumjöl er hrært út
með köldu vatni og síðan út í
eplasoðið, þegar það sýður. Þeytt
vel í sósunni, tekin af eldinum og
látin kólna. Þegar hún er köld er
rjóminn þeyttur saman við sós-
una. Hellt yfir eplin á fatinu. Bor-
in fram sem ábætisréttur.
Vanillusósu má nota í staðinn
fyrir súkkulaðisósu með eplunum.
Kakaókúlur
4 matsk. flórsykur eða sykur.
2 matsk. sjóðandi vatn.
4 matsk. kakaó.
Vanillusykur.
Flórsykurinn er hrærður með
heita vatninu, þar til hann gljáir,
þá er kakaóið og vanillusykurinn
látið í og það er hrært eða hnoðað,
þangað til deigið byrjar að stífna.
Þá er höndunum dýft í flórsykur
og búnar til litlar kúlur úr deiginu,
sem látnar eru þorna á fati. Flór-
sykri stráð yfir þær. Eftir 2 klst.
er þeirn velt upp úr söxuðum hnet-
HEIMILISRITIÐ
23