Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 37

Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 37
að stúlkurnar okkar séu kvenlegar. Niður með stutta hárið“. Já, það er rétt að hugsa sig um tvisvar, áður en lokkarnir eru styttir, því þegar það hefur eitt sinn verið gert tekur það fleiri mánuði að iáta hárið vaxa á ný. Hárgreiðslusérfræðingurinn Vito í New York segir: „Það er alltaf hægt að láta sítt hár sýnast stutt, ef því er að skipta. Stutta hárið útheimtir meiri fyrirhöfn en sítt hár, því það þarf oftar að „leggja það“ og „permanentliða“. Ef meiri hluti hárgreiðslumanna fá því framgengt, að stutta hárið komist í tízku, þá ræna þeir frá kvenfólk- inu hinni mestu prýði þess — fal- legu, síðu hári. Vito sýnir hér myndir af stúlku með sítt hár, sem greiðir sér þann- ig, að það gæti alveg eins verið stutt. Annað er morgungreiðsla (neðst til vinstri), hitt kvöld- greiðsla. E N D I K Þú komst. . . Þú komst sem vor með geislagull og gleði á mína brá, en vetrarkvöldsins svarta sorg, hún sökk í dægrin grá; þú fluttir mér þann fögnuð heim sem fegurstan ég á. En vorið hvarf sinn veg á braut í vestrið rautt sem blóð. Ó, hvíl þú minning vær þinn væng. Ó, vors míns hvíta ljóð. — — í hljóðri einsemd horfi ég oft í hafsins roðaglóð, Dósóþeus Tímóteusson. HEIMILISRITIÐ 35

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.