Heimilisritið - 01.01.1947, Side 53

Heimilisritið - 01.01.1947, Side 53
þeir sér við að tala um hina og þessa pilta, sem illa báru til fæt- urna í dansinum og virtust ekki geta haldið taktinum. Loks rak að því, að Kalli fór að hlæja og stríða einum dansherranna, svo margir sáu og heyrðu. Sagðist hann ráðleggja honum að dansa heldur við kýrnar í fjósinu, því þær væru betur við hans hæfi. Pilturinn lét í fyrstu þessi orð Kalla eins og vind um eyru þjóta og hélt áfram að dansa á sína vísu, en þegar Kalli hélt áfram að hæðast að honum, þá sleppti hann dömunni og gerði sig líklegan til að hafa endaskipti á honum, áður en fólk færi að hafa meiri skemmt- un af þessu. En hann hafði ekki fyrr rokið í Kalla, er þeir Gústi og Gvendur réðust að honum með hnefana á lofti. Þegar pilturinn sá, að hann var einn á móti þremur, forðaði hann sér til dyravarðarins, áður en ver færi, og kærði þessa framkomu. Dyravörðurinn hótaði að hringja á lögregluna og láta hirða þá félaga fyrir að ráðast á saklausa menn í hvert skipti sem þeir létu sjá sig þar inni. Við þessa hótun dyra- varðarins hættu þeir félagar áflog- unum, læddust í burtu og settust niður við borðið, eins og ekkert væri um að vera. Stúlkan, sem pilturinn hafði ver- ið að dansa við, varð yfir sig hrædd og spurði mjög blíðrödduð: „Ertu nokkuð meiddur Óli minn? Heldurðu að þú getir dansað við mig áfram?“ „Já, elskan mín, ég er ekkert meiddur. Við skulum halda áfram að dansa. Ég skal taka betur í dónann, þegar ég fæ tækifæri — og þá skal hann fá að mætá mér aleinn“. Þau dönsuðu, töluðu mikið sam- an og hlógu öðru hvoru. Svo virt- ist sem þau væru í meira lagi ham- ingjusöm. Kalli og félagar hans tóku eftir þessu, og Kalli hvessti illilegum augum til Óla og tautaði fokvondur, að hann skyldi ein- hverntíma taka betur á honum. Það var farið að líða töluvert á ballið, og fólk var farið að tínast í burtu. Enn hafði Kalla ekki heppnazt að ná sér í dömu. Það var eins og stúlkurnar forðuðust hann, og honum þótti verst að láta Gústa og Gvend taka eftir því. Hann var geðstirðari eftir því sem tíminn leið og horfði öfund- sjúkur á eftir Óla, þegar hann fór með dömunni sinni heim af ball- inu. „Ég er hissa, að nokkur kven- maður skuli láta sjá sig með þess- um sveitamanni“, muldraði hann með fyrirlitningu i röddinni. Kalli var alltaf að líta til kven- fólksins, sem sat á bekknum inni í danssalnum, því þær voru flestar herralausar. Hann gotraði gráðug- um augunum yfir hópinn og tók þá HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.