Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.01.1947, Blaðsíða 60
Upp úr hádeginu kom Wait og ræddi um stund við Marciu eina. En hann lagði aðeins fyrir hana spurningar, sem hann liafði marg- spurt hana um áður, og hún svar- aði honum á sama hátt og fyrr. Klukkustund síðar komu nokkr- ir menn og rannsökuðu húsið enn einu sinni, betur og nákvæmar en áður. Þeir höguðu sér, eins og íbú- ar hússins væru réttlausir, snuðr- uðu vandlega í hverjum'krók og kima, líkast því sem þeir væru að leita að einhverjum ofurlitlum hlut er auðvelt væri að fela. Og henni fannst þjónustufólkið horfa á sig eins og hún væri morð- irigi. Það var sífellt að pískra sam- an' pukurslega og þagnaði, þegar hún nálgaðist. Delia -var taugaó- styrk, þurrkaði ekki af nokkrum hlut og hrökk við ef einhver kom nærri henni, þegar hún átti ekki von á því. Emma Beek var á gægj- um í eldhúsdyrunum og hafði nán- ar gætur á öllu sem fram fór í hús- inu. Síðla dags hringdi Blakie lækn- ir. Beatrice svaraði í símann, og hann átti ekki annað erindi, en að spyrja um ganga málsins. „Það gerist ekkert“, svaraði Beatrice. „Ég veit sannarlega ekki eftir hverju þeir eru að bíða. Mér finnst kominn tími til að þeir fari að taka málið fyrir í rétti“. Marcia hugsaði með ótta og kvíða til væntanlegra málaferla, vitnaleiðslu, yfirheyrslu og alls í því sambandi. Dagurinn virtist aldrei ætla að taka enda. Það gerðist svo fátt — það var svo mikið næði til að hugsa — hugsa aftur og aftur um hina hryllilegu atburði, sem gerzt höfðu, og hugleiða, hvað nú kynni að taka við; vera einmana og eirð- arlaus í þessu óttalega húsi. Þegar kvöldaði kólnaði í veðri og þungir skýbólstrar svifu yfir húsþökin, ógnþrungnir og dimmir. Það rökkvaði fljótt. Marcia sat við herbergisglugg- ann sinn og horfði út í hálfmvrkr- ið. Allt í einu sá hún að Ijósbjarmi féll á flötina hjá húsinu. Það hafði einhver kveikt í bókastofunni. En ljósið hvarf jafnskjótt aftur. Þetta var sennilega Gally að koma upp úr billjardherberginu, og hann væri að leita að fólkinu í húsinu. 'Þá datt henni allt í einu í hrig klæðaherbergið. Allan daginn hafði hún öðru hverju verið að brjóta heilann um, hvar Beatrice myndi geyma bréfið, en alltaf komizt að þeirri niðurstöðu, að hún hefði það í herberginu sínu. Þangað hafði hún hinsvegar ekki getað komizt, því að Beatrice vék varla þaðan. En nú hugkvændist henni, að ef til vill væri eins líklegt, að Beatrice hefði falið bréfið í litla herberginu, sem var áfast við einkaherbergi hennar, þar sem hún geymdi fötin 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.