Heimilisritið - 01.09.1947, Side 5

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 5
cocl$tail-bar, einnig A7ar bætt við nokkrum baðherbergjum. ..Hafið þér ekki verið í Leather- combe Bay?“ sagði fólkið. „iMjög sérkennilegt hótel, á nokkurskon- ar ey. Afar þægilegt, ekkert ónæði af hópferðum eða sunnudaga-rápi. Agætis viðurgerningur; þér ættuð að reyna það“. — Og það var reynt. II íklæddur hvítum léreftsfötum, með panamahatt niður á augum, og vandlega uppsnúið yfirskegg, hallaði Hercule Poirot sér mak- indalega afturábak í legustól, og horfði út yfir baðströndina. í fjörunni voru búningsklefar, segl- dúksbátar, knettir og gúmmíleik- föng. Nokkrir baðgestir voru í sjón- um, aðrir í sólbaði; sumir voru að núa á sig olíu. A hjallanurn uppi frá ströndinni sátu þeir, sem ekki létu vatnið freista sín, og töluðu um veðrið og umhverfið, fréttirnar í morgun- blöðunum og yfirleitt um daginn og veginn. Á vinstri hönd Poirots, flaut ó- slitinn orðaflaumur, jafn og til- breytingarlaus, af vörum frú Gar- dener, urn leið og hún !ét prjónana ganga viðstöðulaust. Til hliðar við hana lá maður hennar í stól, með hattinn niður á nefi; hann skaut inní einsatkvæðis-orðum, ef mál- inu var beint að honum. HEIMILISRITIÐ Á hægri hönd Poirots, sat ung- frú Brewster, þróttmikill kven- maður, lítið eitt gráhærð, með þóknanlegt andlit og vel sólbrennt. Þegar hún skaut inn í athugasemd- um, með drynjandi rödd, var það eins og kröftugur skipshundur vf- irgnæfði geltið í pervisnum kjöltu- rakka. Frú Gardener sagði: „Og svo sagði ég við manninn minn — já, sagði ég, það er ágætt að skoða sig um. En nú höfum við, sagði ég, skoðað okkur talsvert um í Englandi, og nú óska ég einskis annars, en að komast á góðan, ró- legan stað við sjóinn, og hvílast reglulega; slappa mig af. — Það var það sem ég sagði og þarfnaðist, er það ekki, Odell?“ Gardener muldraði undir hatt- inum: „Jú, elskan“. Frú Gardener hélt áfram máli sínu: „Og þegar ég nefndi það við Kelso hjá Cook — hann sá um allt viðvíkjandi ferðalaginu og var okkur svo hjálpsamur á allan- handa máta; ég veit ekki hvernig við hefðum farið að, ef hann Irefði ekki verið! — Já, eins og ég segi, þegar ég nefndi það, sagði Kelso, að við gætum ekkert betra gert, en að fara hingað. Það er mjög fal- legur staður, sagði hann, afskekkt- ur og býður þar að auki upþ á öll þægindi. Auðvitað greip Gardener

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.