Heimilisritið - 01.09.1947, Page 7
Hercule Poirot hóf upp hend-
urnar.
„Ég get fullvissað yður um,
madame, að ég er kominn hingað
af sömu ástæðum og þið hjónin
— til þess að hafa það þægilegt —
til þess að hvíla mig“.
Ungfrú Brewster greip fram í
með hvellum rómi:
„Enga dauða líkama hér á
Smyglara-eynni“.
Hercule Poirot sagði:
„0 — það er nú svo með það“.
Hann benti niður eftir. „Lítið á
þessa; hverjir ei*u það? Þetta eru
ekki menn og konur. Ekkert per-
sónulegt — bara líkamar!“
Bary majór sagði með hrifningu:
„Dáindis laglegar telpur, sumar að
minnsta kosti; kannski nokkuð
mjóslegnar“.
Poirot hrópaði:
„En hvar er það dularfulla og
heillandi? Ég er af gamla skólan-
um; þegar ég var ungur, sá maður
í hæsta lagi öklana. Það brá fyrir
hvítum faldi, hvíb'k eggjun —
hvelfdur kálfi — hné —:Sokkaband
með slaufu ...“.
„Ilvaða dónaskapur!“ rumdi í
Barry majór.
„Það er miklu skynsamlegra
eins og nú tíðkast", sagði ungfrú
Brewster.
„Já, já, Poirot'1, sagði frú Gard-
ener. „Þér verð'ið að ganga inn á,
að framkoma æskunnar nú á dög-
um er miklu skvnsamlegri og heil-
HEIMILISRITIÐ
næmari. Þetta er ungt og leikur
sér, ef þér skiljið, hvað ég á við, já,
þau“ — frú Gardener roðnaði;
hún var siðavönd kona — „þau
meina ekkert með því, ef þér skilj-
ið hvað ég á við“.
„Já, ég veit“, sagði Poirot, „því
miður að segja“.
„Því miður?“ hrópaði frú Gard-
ener.
, Já, að allri rómantík skuli vera
sópað á burt — öllu þvi dularfulla.
Nú er allt jafnað og sléttað út“.
Poirot benti á líkamana í fjörunni.
..Þetta minnir mig alveg á La
Morgue í París“.
„Poirot!“ Frú Gardener ofbauð.
„Svona niðurraðaðir skrokkar —
eins og í kjötverzlun!“
„En góði Poirot, er þetta nú ekki
nokkuð hranalega tíl orða tekið?“
Hercule Poirot viðurkenndi það.
,,Jú, ef til vffl".
„Samt sem áður, ég myndi vera
yður sammála að einu leyti. Þessar
stúlkur, sem liggja svona berar í
sólinni, verða loðnar bæði á fótum
og handleggjum. Það sagði ég við
Irenu — það er dóttir mín, Poirot.
Irena, sagði ég, ef þú liggur svona
í sólskininu, verður þú öll kafloð-
in, bæði á fótum og handleggjum,
og brjósti; það verður ekki sjón að
sjá þig, það sagði ’ég — var það
ekki, Odell?“
„Jú, elskan“, sagði Gardener.
Það varð þögn um stund. Ef til
vill voru þau að velta fyrir sér út-
5