Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 8
liti Irenu, þegar í óefni væri komið.
Prú Gardener- tók saman prjón-
ana sína og ságði:
„Eg er að hugsa um ... “
„Já, els'karí?“ sagði Gardener.
Hann erfiðaði sig upp úr stóln-
um, og tók prjónadót konunnar og
hók.
„Mynduð þér vilja fá yður sopa
með okkur, ungfrú Brewster",
sagði hann.
„Þakka yður fyrir, ekki núna“.
Gardenerhjónin gengu í áttina
að gistihúsinu.
Ungfrú Brewster sgaði:
„Amerískir eiginmenn eru nú
dásamlegir!“
' III
Séra Stephen Lane var kominn í
sæti frú Gardener.
Lane var burðugur maður, um
fimmtugs aldur. Hann var sól-
brenndur í andliti, og gráu flónels-
buxurnar hans voru vel til haldn-
ar og fóru honum vel.
Ilann sagði með aðdáunarhreim:
„Ilrífandi landslag! Eg er búinn
að ganga frá Leathercombe Bny,
til Ilarford, og heim aftur, yfir
klappirnar".
„No'kkuð heitt til að ganga í
dag“, sagði Barry majór; hann fór
aldrei út að ganga.
„Holl hreyfing“, sagði ungfrú
Brewster. „Ég hef ekkert róið í
dag. Það er ekkert sem stælir kvið-
arvöðvana eins og róður“.
Ilercule Poirot leit með döpru
augnaráði niðuT á þykka fellingu
framan á vestinu.
„Þér mynduð brátt losna við
það, Poirot, ef þér réruð svolítið
á hverjum degi“.
„hlerci, mademoiselle, ég hata
báta“.
„Smábáta meinið þér“.
„Alla báta, hverju nafni sem
nefnast. Hreyfingar hafsins eiga
ekki við mig“.
„Ilvað er að heyra þetta; sjór-
inn er eins og stöðupollur“.
Poirot svaraði með þunga:
„Það er ekkert, sem heitir stöð-
ugur sjór, það er alltaf einhver
hreyfing, alltaf“.
„Ef ég má segja yður meiningu
mína“, sagði Barry majór, „þá
stafar sjóveiki að mestu frá taug-
unum“.
„Þar talar sjómaðurinn, ha,
majór?“ sagði presturinn og brosti.
..Ég hef einu sinni orðið sjóveik-
ur“, sagð'i Barry majór, „það var
á Errnarsundi! Maður á bara ekki
að hugsa um það, það er nú mitt
álit“.
„Sjóveiki er undarleg“, sagði
ungfrú Brewster og varð hugsandi.
„Ilvers vegna eru sumir sjóveikir .
en aðrir ekki? Það er ekkert rétt-
læti í því. Það er ekkert bundið við
almenna heilbrigði. Einhver hefur
sagt mér að það stafaði frá mæn-
unni. Svo eru sumir lofthræddir.
Ég er ekki Iaus við það, en frú
e
HEIMILISRITIÐ