Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 11
IV
Það varð þögn. Stephen Lane
ræskti sig og sagði nokkuð borgin-
mannlega:
„Þér sögðuð nokkuð, sem hreif
huga minn áðan, Poirot. Þér sögð-
uð að það væri margt misjafnt
undir sólinni. Það vaf eins og þér
væruð að vitna í Prédikarann.
Hann þagnaði stundarkorn og
vitnaði síðan: ,,Og hjarta mann-
anna fyllist illsku og heimska ríkir
í hjörtum þeirra alla œvi —“. And-
lit hans varð uppljómað af guð-
móði. „Það gladdi mig að heyra
yður segja það. Nú á dögum trúir
enginn á hið illa; það er frekar lit-
ið á það sem tilslökun á hinu góða.
Illvirki eru nú bara framin — segir
fólk í fávizku sinni — af þeim sem
eru vanþroska, og verðskulda frek-
ar meðaumkvun en áfellisdóm. En,
Poirot, hið illa er staðreynd. Eg
er trúaður á hið illa, eins og guð
er uppi yfir mér. Það er voldugt,
jörðin er akur þess!“
Ilann hætti skyndilega. Hann
var orðinn móður. Hann þurrkaði
ennið með vasaklút og varð bljúg-
ur í útilti.
„Eg bið ykkur afsökunar; ég
gleymdi mér alveg“.
Poiret sagði rólega:
„Ég skil hvað þér eigið við. Að
vissu leyti er ég á sama máli. Hið
illa herjar á jörðina, því verður
ekki neitað“.
Barry majór ræskti sig.
„Fyrst við förum út í það, þá
voru það nú þessir fakírar í Ind-
landi —“
Bary majór var búinn að vera
það lengi í Jolly Iloger, að menn
voru yfirleitt á verði gagnvart
þeirri tilhneigingu hans, að koma
að löngum og ítarlegum sögum frá
Indlandi. Ungfrú Brewster og frú
Redfern gripu án tafar inn í við-
ræðurnar.
„Það er maðurinn yðar sem er
að synda upp að, frú Redfern, er
það ekki? En þau sundtök. Hann
er fyrirtaks sundmaður“.
Um leið sagði frú Redfern:
„Nei, sko fallega bátinn þarna,
með rauðu seglunum. Það er víst
BIatts“.
Báturinn með rauðu seglunum
slagaði út af víkinni.
Barry majór muldraði:
„Er það uppátæki, rauð segl!“
En sögunni um fakírana var rutt
úr vegi.
Hercule Poirot horfði með að-
dáun á hinn unga mann, sem var
að stíga upp úr sjónum. Patrick
Redfern var fallega vaxinn maður;
vöðvamikill, herðabreiður, en mjór
um lendarnar, og dökkbrúnn að
hörundslit.. Ilann var altillegur og
glaðvær i fasi, og því geðþekkur
jafnt konum sem körlum.
Nú stóð hann þarna í fjörunni
og strauk af sér vatnið. Hann veif-
aði hendi t'il konu sinnar.
Hún veifaði aftur og kallaði:
HEIMILISRITIÐ
9