Heimilisritið - 01.09.1947, Side 17
Á hverjum degi kemur það oft
fyrir, að við vildum hafa verið ró-
legri og hafa haft betri framkomu,
en við sýndum við einstök tilfelli.
Svo sem húsmóðirin, er kemur
'til dyra í morgunkjólnum sínum,
jiegar einhver ber að dyrum. Hún
er svo óstyrk út af sjálfri sér, að
hún afsakar sig í sífellu, lagar á sér
hárið, dregur niður pilsið, kross-
leggur fæturna til þess að hylja
lykkjuföllin í sokkunum. Ef hún
gæti aðeins gleymt útliti sínu og
hugsað um gest sinn, myndi hún
vera rólegri og finnast gesturinn
vera skemmtilegur. Gestinum
myndi þá einnig finnast hún
skemmtileg.
Málafærslumaðurinn hafði þann
óvana að slá á réttarborðið,
fitla við bindið sitt og flibbann.
Þegar hann fór að hugsa meira um
aðra menn, gleymdi hann sjálfum
sér og losnaði við þetta fum.
í stað joess að banka á borðið
taldi hann hrukkurnar í andliti
annars lögfræðings. Tímaeyðsla,
auðvitað, en hann hugsaði þá um
einhvern annan. Hann horfði á
flibba kviðdómaranna, og sérhver
kviðdómandi varð upp með sér vf-
ir ])ví, að málafærslumaðurinn
skyldi horfa á hann með þessum
áhuga.
Þegar hann stóð upp til að gefa
kviðdómnum yfirlit um málið,
hætti hann að hugsa um bindið
sitt, en í staðinn hugsaði hann um
skjólstæðing sinn og frægar máls-
varnarræður, sem hann hafði lesið.
Það hjálpaði honum bæði til að
gleyma sjálfum sér og hafa betri
framkomu, auk þess sem hinn á-
gæti heili hans starfað án fums og
óstyrks.
Góð aðferð til að prófa. hvernig
maður er í framkomu, er sú, að
hugsa um atburði dagsins og at-
huga, hvenær maður hefur hugsað
um sjálfan sig og hvenær um ein-
hvern annan.
Sá, sem hugsar um aðra, hefur
ekki aðeins viðkunnanlegri fram-
komu, heldur fleiri vini, meiri
skemmtun og fleiri tækifæri.
2. róð: Snertu á verndar-
gripnum.
ÚTGEPANDI eins stærsta dag-
blaðs heimsins var nýlega kallað-
ur á fund eftirlitsnefndar nokkurr-
ar. Hann ákvað að hafa á sér sterk-
an aga meðan á vitnaleiðslunni
stæði.
Með jiað fyrir augum notaði
hann verndargrip. Enda þótt hann
sé ekki hjátrúarfullur og trúi ekki
á galdra, notaði hann þennan
verndargrip og hann hreif.
Verndargripurinn var aðeins
lítill pappírssnepill, sem hann hafði
skrifað á þrjár stuttar setningar:
„Vertu rólegur — vertu ekki með
fyndni — brostu“.
Þetta lét hann í jakkavasa sinn
HEIMILISRITIÐ
15