Heimilisritið - 01.09.1947, Page 18

Heimilisritið - 01.09.1947, Page 18
og hélt um miðann, meðan hann var spurður út úr. Þegar hann var um það bil að hreyta úr sér einhverju fyndniyrði, minnti snepillinn liann á að hætta við þann bjánaskap. Hann var brosandi, þeim til gremju, sem þráspurðu hann og vonuðust til að geta flækt hann í mótsagnir. Hann var rólegur og ró hans gramdist svo andstæðingunum, að það voru þeir, sem misstu vald á sér að lokum. Svona lagað hjálpar manni til þess að halda sjálfstrausti. Það er eins og einhver góður ráðgjafi hvísli að manni uppörvunum og skynsamlegum ráðum. Skólafólkið hefði getað notað prófskírteinin sem verndargríp. Það gat að vísu ekki snert á þeim, en hugsunin um unnið afrek hefði átt að gefa því það traust sem það vantaði. Húsmóðirin hefði getað notað mann sinn sem verndargrip. Bara að vita, að hann myndi verða glað- ur yfir verkinu, sem hún var að vinna í morgunkjólnum, hefði átt að losa hana við minnimáttar- kenndina af að vera í honum. Ungi málafærslumaðurinn okkar gaf í skyn, með því að fitla við bindið sitt og flibbann, að hann skorti sjálfstraust. Hann valdi ljós- mynd af meðmælabréfi eins ágæts lögfræðings. Hann lét ljósmynda þetta bréf í lítilli stærð og geymdi það í jakka- vasa sínum, og hvenær sem honum fannst hann þurfa þess með, smeygði hann hendinni í vasann og snerti þennan mjúka, slétta verndargrip. Það gaf honum traust sem hjálp aði honum til að halda ró sinni, þegar eitthvað virtist ætla að ganga honum í móti. 3. ráð: Hugsaðu þig tvisvar um áður en bú talar. ÞEGAB fólk er reitt eða æst hættir því til að tala af sér. Ótti, hatur, á.st, reiði eða undr- un leiða til þess, að manni hættir 'til að missa vald á tungunni. Og þá er framkoman ekki sem bezt. Lögfræðingarnir höfðu notað sér þetta til að gera vin okkar hlægi- legan í réttinum. Strax þegar þeir voru búnir að erta hann upp var eins og hann skrúfaði fyrir heil- ann, jafnframt því sem hann opn- aði fyrir flóðgáttir mælgi sinnar. Ræða hans varð rugl. Allar áætlan- ir hans um málið og öll lögfræði hans virtist hverfa í buskann. Hjálparráð? Tala gætilega. Hugsa sig tvisvar um, áður en maður talar. Sá, sem talar gætilega, hugsar áður en hann talar. Hugurinn á að vita næstu setningu við þá sem maður er að segja. 15 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.