Heimilisritið - 01.09.1947, Side 23
andlitið. Úr myrkrinu við hlið
mína heyri ég veikt korr, og um
mig hríslast voðalegur grunur. Ég
þýt fram úr rúminu og kveiki á
lampanum fálmandi höndum.
Maður, sem kveikir ljós í
mvrkri og óvissu, tekst mikið á
herðar. Það ljós, sem hann tendr-
ar og gerir það grunaða að vissu,
er ef til vill hans örlagaráðning.
Og í rauðgulu olíuljósinu blasir við
mér sjálf staðreyndin, hræðilegri
hinum myrkasta draumi.
A alblóðugum koddanum liggur
Iírefna skorin á háls. Ég sé vopn-
ið, Það er rakhnífurinn minn.
Honum hafði ég stungið í rúms-
hornið. Ég stend bugaður úti á
gólfinu og finn blóð hennar á and-
liti mínu og sé hendur mínar litað-
ar blóði hennar. Það er eins og
eitthvað snökkti inn í mér, líkari
hryglu en gráti.
Ég nálgast rúmið og sé hún er
dáin. Þá grípur mig æði og ég þríf
brækur mínar og hleyp út úr bæn-
um, út í nóttina. í hæfilegri fjar-
lægð snarast ég í brækurnar og
hleyp berfættur í krapinu. Aðeins
ein hugsun ræður för minni: til
prestsins.
Ég fer út í ána, þar sem ég kem
að henni, hún er ekki djúp, en ég
hrasa og dett, sýp hveljur og
blóðga fætur mína á aurnum.
En þegar ég kem til prestsins,
hefur kuldinn og vosbúðin sljófg-
að svo taugar mínar. að ég drep
fingrunum rólega á dökkar rúðurn-
ar.
HVERNTG þessir mánuðir hafa
liðið, dimmir og kaldir, skil ég ekki.
Löng voru dægrin meðan ITrefna
stóð hér uppi, en lengri hafa þau
verið eftir að hún hvarf til hinnar
röku moldar. Aum er tilvera þess
manns, sem er undir áhrifum frá
fjalli myrkursins, einn og fjarri
mönnum; heyrir reiðiöskur þess úti
i nóttinni og þekkir andardrátt
þess á glugga sínum. hlyrkur ótt-
ans slekkur jafnóðum hinn rauða
loga hatursins sem kann að
kveikna í sál mannsins. Ög mað-
urinn verður viljalaus og beygir
sig auðmjúkur undir vald hinna
mvrku álaga.
Eins og oft undanfarið hef ég
verið andvaka í nótt. Ég veit að
góumyrkrið liggur á glugganum, —
ennþá er langt til vors. Og nú veit
ég, að ég á að fara. fara strax í nótt
og segja mannfólkinu að myrkrið
sé svart og að stærsta fjall í heimi
sér úr myrkri.
En áður en ég hverf frá þessum
stað, verð ég að inna af hendi
mikla skyldu — heilagt verk. Ég
verð að grafa hnífinn og koddann.
Ræði hnífurinn og koddinn ge.vma
blóð Hrefnu. Það er hluti af henni
sjálfri og þarf að komast í gröf
hennar. Ég læt góumyrkrið skýla
mér við verk mitt.
Fyrst þarf ég að gefa þér Rninn
HEIMILISRITIÐ