Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 25
Hér er skýrt frá einstæðu
morðmáli, sem vakti afar mik_
ið umtal í Englandi fyrir
nokkrum árum.
Raffenbury -
málið
Stoner stóð í útidyrunum og horjði þegj-
andi á, þegar *jarið var burt með hana.
„EINSTÆÐ í sögu glæpanna“
er margþvælt orðatiltæki, en um
atvik, sem átti sér stað í lítilli villu
í úthverfi Bournemouth, sunnu-
dagskvöld eitt í marz 1935, má
sannarlega nota það. I herbergi á
neðri hæðinni var lagleg kona og
ástleilin, um það bil þrjátíu og
átta ára gömul, með viskýglaa í
hendi, að reyna að kyssa lögreglu-
mann, sem sýndi henni mótþróa,
meðan dynjandi dansmúsík heyrð-
ist frá grammófóninum.
Fimm mínútum síðar sat vinnu-
kona hennar hjá henni til að sefa
æsingu hennar, og hinn vandræða-
legi lögreglumaður flýtti sér þá í
burtu. Á efri hæðinni var hinsveg-
ar læknir einn að rannsaka blóð-
ugt og rnarið höfuðið á eiginmanni
konunnar; það hafði verið molað
með hamri. í einhverjunr ákveðn-
um hluta byggingarinnar leyndist
hinn ungi glæpamaður. sein hafði
gefið höggið.
Þessi frábæri hrærigrautur af
því líklega og ólíklega, því mann-
lega og ómannlega, er gott ein-
kenni morðsins, því hlægilega og
sorglega í senn, sem menn þekkja
undir nafninu Rattenburymálið.
í aðalatriðum var það einfalt
mál, ósköp venjulegt. Það er það,
sem eftir fylgdi, sem var óvenju-
legt. Annars er „óvenjulegt" of-
veikt orð til að nota um þetta mál.
Frú Rattenbury var ungleg
'kona, gift manni, sem var þrjátíu
árum eldri en hún. Samband þeirra
var fremur eins og samband föð-
ur og dóttur en karls og konu.
Rattenburv var við'feldinn, en
hann drakk, og konan hans áleit
hann nizkan.
Hún var nijög óstyrk, tauga-
veikluð, sjálfelsk, en göfuglynd við
þá, sem henni líkaði við.
Hún var alþýðleg við þjón-
ustufóljk sitt, og aðeins tveim
mánuðum eftir að hún hafði ráðið
HEIMILISRITIÐ
23