Heimilisritið - 01.09.1947, Side 26
til sín, sem bílstjóra, fjörugan,
sautján ára gamlan pilt, varð hún
ástkona hans.
Hún hafði afsakanir. Hún var
mjög blóðheit kona, aðlaðandi í
augum karla og laðaðist að þeim;
og samlíf hennar og hins roskna
bónda hennar, sem var meira gef-
•inn fyrir viskýflöskuna en kon-
una, hlýtur að hafa verið henni
ófullnægjandi.
Þetta er nú allt venjulegt og
eðlilegt. Fjöldi áðlaðandi kvenna,
sem finna, að þær eru að verða
rosknar, hafa náð sér í ungan elsk-
huga og finna í honum ekki að-
eins fróun heldur einnig endur-
fæðingu sinnar eigin æsku. En enda
þótt þetta ástapukur sé ámælisvert
i augum siðferðidómara, endar
]iað þó sjaldan hjá glæpadómur-
um.
Hvers vegna fór þá þannig um
ástamál Olmu Rattenbury og hins
unga múrarasonar, Georgs Ston-
ers?
Frú Rattenbury vissi það auð-
sjáanlega ekki sjálf. í vitnisburði
hennar fyrir réttinum var hún al-
veg eins hissa og við hin, yfir að
þessi ungi maður, sem sat þarna,
reyndar óvenjulega laglegur, skyldi
hafa haldið það ráðlegt að binda
endi á þetta ástand með því að
brjóta höfuðskel gamla mannsins
með hamri — einhverjum kjána-
legasta glæp sem nokkurn tíma
hefur verið framinn.
Sýndarástæðan var ákaflega ó-
trúleg. Frú Rattenbury og Stoner
voru nýkomin frá London. Frú
Rattenbury var heilsteypt kona.
Þegar hún elskaði, elskaði, hún af
öllu hjarta, og það er enginn efi á
því, að hún elskaði í raun og veru
þennan unga elskhuga sinn. Þegar
hún gaf, gaf hún með báðum hönd-
um. í London hlóðust gjafirnar að
þessum unga fátæka manni. Þær
voru allt frá silkináttifötum í tutt-
ugu punda seðil, sem átti að vera
fyrir demantshring handa gefand-
anum sjálfum.
Stoner keypti hringinn fyrir 15
pund, og hreinn ágóði hans varð
5 pund.
Fjórir óhófsdagar fullkomnuðu
siðferðilega spillingu Stoners. Þeg-
ar hann sneri til Bournemouth
hlýtur hann að hafa haft í huga
að tryggja sjálfum sér þessa konu
(og peningaveski hennar) að eilífu.
Eftir að hafa æst sig upp i falska
afbrýðisemi, læddist hann tveim
kvöldum síðar, vopnaður hamri,
að baki Rattenburys, sem var út-
úr fuUur, og barði hann í höfuðið.
Má vera að frú Rattenbuiy hafi
verið taugaveikluð. Engu að síður
var eitthvað, stórkostlegt við hana,
eins og kom í Ijós.
Hún vissi nákvæmlega hvað
hafði gerzt (því að Stoner hafði
sagt henni það). Þegar lögreglan
tók að spyrja hana út úr, kvaðst
hún sjálf hafa framið glæpinn.
24
HEIMILISRITIÐ