Heimilisritið - 01.09.1947, Side 30

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 30
Allir segja að við séum plága Huggunarrík grein fyrir unglinga eftir E. R. og G. H. Croves. EF Þú hugsar sem svo, að ekk- ert, sem þú gerir, sé nú lengur rétt, og að eina leiðin til að geta glaðst sé að forðast þá fullorðnu, þá mætti þér verða huggun í því að ta'ka það til athugunar, að þeir full- orðnu urðu eitt sinn að reyna þetta sama sjálfir og voru „eitur í bein- uin“ fullorðinna á sinni tíð! í uppvextinum er eitt eðlilegt tímabil, sem nefnt er unglingsald- urinn. Allir foreldrar hafa reynt það, en fáir kunna nokkur skil á því. Enn færri gera nokkuð til að reyna að setja sig í spor ungling- anna; það virðist auðveldast „að láta þig bara vaxa upp úr því“, það hkiptir minna máli þó skammir þeirra og ólund þín sameinist til að gera báða aðila leiða og lífs- þreytta. ■ ★ Uppvaxtarárin eru mörgum unglingum crjið. Þeir vita eJcki hvað þeir eiga að að- hafast, eru latir, brjóta heilan um kyn- ferðismál og geta aldrei verið þcim full- orðnu til hœfis. ★ igerfi, hæfni þinni til að skemmta þér, og því, að þú skulir eiga lífið iframundan. Þegar þeir sjá þig og félaga þína flissa að tilefnislausu, ávíta þeir þig ef til viil, en í raun- inni sakna þeir eigin æsku. Þessi dulda öfund lýsir sér stund- um í því, að sumir foreldrar leit- ast við að lifa lífinu fyrir þína hönd — ráðríki nefnir þá það. Þeir vona að sjá eitthvað af sínum eig- in glötuðu markmiðum nást, með því að ákveða, hvað þú skulir verða, þegar þú ert fullvaxta. Þá langar til að yngjast upp í þér sjálf- um. Fullorðnir öfunda þig í raun og veru Eina af ástæðunum til þess að fullorðnir finna að iframferði þínu, klæðaburði og talsmáta, gera þeir sér líklega ekki Ijósa sjálfir. í hjarta sínu öfunda þeir þig af á- hyggjuleysi æskunnar, líkamsat- Þetta á einkum við um foreldra, sem orðið 'hafa fyrir vonbrigðum á unga aldri. Og í rauninni er það svo, að framkoma þeirra gagnvart þér, meðan þú ert unglingur, mót- ast nokkuð af því, hvað þau hafa reynt í æsku sinnii Hafi þau verið hamingjusöm, hættir þeim síður til að amast við leikjum þínum og eru 'líklegri til að taka þátt í þeim; 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.