Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 31

Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 31
það er auðveldara að tala við þau, og þau eru vís til að gefa þér heii- ræði, án þess að prédika yfir þér! En hafi þau sjálf verið vansæl í æsku, hættir þeim fremur til að firtast og sýna það með aðfinnsl- um og skeytingarleysi. Það er önnur ástæða fyrir því, að fullorðnir, sérstaklega þínir eig- in foreldrar, sem unna þér, virð- ast verða óþarflega afskiptasamir um þig, þegar þú ferð að stækka: Þau eru hrædd. Þegar þú ferð að iðka nýja leiki og íþróttir, eða ferð eitthvað burtu, án þess þau líti eftir þér, óttast þau að þú kunnir að slasast. Og þegar þú byrjar að reyna margt af því, sem fullorðn- ir verða að reyna, óttast þau að það kunni einnig að valda þér sár- sauka eða vonbrigðum. Fuilorðnir vita hve margt getur sært, jafnvél eyðilagt, mannlegar verur. Vegna þess að þau elska þig, vilja þau vernda þig, alveg eins og þegar þú varst ósjálfbjarga barn. Foreldrar þínir eiga í stöðugri baráttu við eigin tilfinningar. Þau vilja að þú sért sjálfstæð(ur), sért „fær um að standa á eigin fótum“. Þau myndu í rauninni skammast sín fyrir son eða dóttur, sem ekki gæti það. En ef þér er ljóst, að við- horf þeirra mótast af samblandi af öfund og ótta um velferð þína, muntu ekki reiðast aðfinnslum þeirra, heldur hafa gott af hjálp þeirra og ráðum. HEIMILISRITIÐ Það er ekki tekið út með sældinni að vaxa Vitanlega er það ekki garnan fyr- ir foreldra þína að sjá þig breyt- ast úr þægu barni, sem alltaf get- ur fundið sér eitthvað til dundurs, í ofvaxinn ungling, næstum eins háan í loftinu og pabbi eða mamma, sitjandi helst af öllu auð- um höndum og virðast hafa misst allan áhuga á fatnaði og gleymt að þvo sér bak við eyrun. Þessi breyting er erfið fyrir þig sjálfan, ekki síður, og þú getur ekki skýrt hana fremur en foreldrarnir. Þú ferð að velta því fyrir þér, hvort þú sért auli, en reynir að leyna tilfinningum þínum með því að láta sem þér standi á sama um hvað aðrir segja eða hugsa um þig. Nú skulum við athuga hvað það er, sem fram fer. Tvennskonar breytingar verða á þér í uppvext- inum. Fyrst eru það þær líkam- legu. Líkami þinn og öll líffæri eru í vexti, en ekki öll jafn hratt. Til dæmis verða tennurnar fullþroska áður en andlitið er búið að fá rétt- an svip; og svo, þeaar andlitið fer að þroskast, fer nefið á undan, svo þú getur orðið skrítinn í útliti, jafnvel í augum sjálfs þín. Það er ekki að ástæðulausu, að þú ert slappur og letilegur. Líkam- inn nær næstum fullum vexti með- an hjartað er enn af barnsstærð. 29

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.