Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 34
Nú loksins má ljóstra því upp
LEYNDARMÁLIÐ
Gamansaga eftir C. S. Forester
NÚ, að hundrað árum liðnuin,
ætti ekki að koma að sök, þótt
ljóstað sé upp einu af hneykslis-
málum fjölskyldu minnar.
Það er mjög vafasamt, að ung-
fní Forester (hún hét Eulalie, en
þar eð hún var elzt dætranna og
ógift, var hún auðvitað kölluð ung-
frú Forester) og ungfrú Emilv
Forester og ungfrú Eunice Forest-
er, hafi rennt grun í það 1843, að
árið 1947 yrði lenydarmál þeirra
systra gert 'ýðum kunnugt. Yfir-
leitt er injög vafasamt, að þær
hefðu lagt trúnað á það, að heim-
urinn yrði nokkurntíma þannig,
að saga þeirra j'rði sögð hispurs-
laust á prenti.
í dag gengu slíkar sögur aðeins
í hvíslingum kvenna á milli, þegar
setið var yfir kaffidrykkju í dag-
stofunni. En leyndarmáli Forest-
er-systranna var hvíslað það lengi,
að það náði að lokum eyrum afa
míns, er var bróðursonur þeirra,
og afi minn sagði mér söguna.
Arið 1843 voru ungfrú Forester
og ungfrú Emily Forester og ung-
frú Eunice Forester þegar orðnar
aldraðar jómfrúr. Fornfálega
Georgíu-húsið, sem þær bjuggu í,
dró sig siðlátlega í hlé frá hávaða
og ærslum markaðstorgsins, alveg
eins og íbúar þess.
Já, systurnar lifðu mjög hlé-
drægu lífi. Þær fóru stöku sinnum
til kirkju, þær heimsóttu þá sjúkl-
inga, sem heiðarlegum og virðuleg-
um jómfrúm var sæmandi að
heimsækja, þær lásu bragðdauf-
ari skáldsögurnar í útlánsbóka-
saifninu, og öðru hvoru buðu þæi
ráðsettum konum til tedrykkju.
Og einu sinni í viku buðu þær
til sín karlmanni. Það lætur nærri
að segja, að þær hafi beðið alla
vikuna með óþreyju eftir heim-
sóknum Achesons læknis.
Acheson læknir var (engin systr-
anna hefði verið það harðlynd að
32
HEIMILISRITIÐ