Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 36

Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 36
til síns herbergis, og langt komnar að afklæða sig. Enginn, skyidi ætla, að þær haíi verið eins og gamlar, uppþornaðar piparjómfrúr eru vanar að vera. Nei, þær voru bæði þungar og fyr- irferðamiklar, og svo þriflega vaxn- ar, að jafnvel giftar konur hefðu mátt öfunda þær. IJað var þyngd- in, sem varð einni þeirra, Eulalie, Emily, eða Eunice, svo grátbros- lega að falH. Þetta kvöid rauf brothljóð í postulíni og sársaukaóp í kven- manni svefnhelgi hússins, og tvær systranna — við vitum því miður ekki hverjar þeirra — flýttu sér í kvöldsloppum sínum inn í svefn- herbergi þeirrar þriðju — sem einnig verður ekki vitað hver var — og fundu hana alblóðuga, með ótal skurði og skrámur á sitjand- anum. Postulínsbrotin höfðu stungist inn í holdið, og til allrar óhamingju einmitt þar', sem hún gat ekki náð til þeirra sjálf. Fyrir eggjunarorð systranna tókst henni að lokum að sigrast á blygðunarkennd sinni í þeim mæli, að hún gat leyft þeim að fást við að draga út brotin, en blóðrennsl- ■ið var mikið, og bióð Forester- ættarinnar streymdi í lækjum úr bakhluta þeirrar systurinnar, sem lá á grúfu í rúminu. „Við verðum að senda eftir lækninum“, sagði önnur hjúrun- ar-systirin. Það var hræðileg uppá- stunga. „Æ, en það getum við ekki!“ sagði hin hjúkrunar-systirin. „Við verðum!“ sagði hin fyrri. „Hræðilegt!“ sagði hin. Og þá lyfti slasaða systirin höfð- inu og blandaði sér í samræðurnar „Eg vil ekki láta sækja læknlnn“, sagði hún. „Ég myndi deyja af blygðun“. „Hugsaðu þér, hvað það væri óviðkunnanlegt“_ sagði sú hjúkr- unar-systirin, er síðar hafði tekit til máls. „Við yrðum jafnvel að skýra honum frá, hvernig það at- vikaðist!“ „En henni er að blæða út-“, and- rnælti hin. „Ég vil heldur deyja“, sagði slas- aða systirin, og allt í einu hnykkti hún upp höfðinu, líkt og henni hefði dottið eitthvað nýtt í hug, og hún sagði —. „Ég gæti aldrei litið frarnan í hann aftur. Og hvernig færi þá um vistina?" Þetta var atriði, sem hvorug hinna systranna hafði enn tekið til yfirvegunar, og þær hrukku við. En þeim var ekki fisjað saman. Á sama hátt og við vitum ekki, hver systranna varð fyrir óhapp- inu, höfum við engar heimildir fyr- ir því, hver þeirra fann snjallræð- ið, sem bjargaði þeim úr vandan- um, og að líkindum verður það aldrei uppvíst. Við vitum, að það var ungfrú Eulalie, sem, sam- 34 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.