Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 37
kvæmt stöðu sinni sem aldursfor-
seti, kallaði á Deborah, stofustúlk-
una, og bað hana að fara og sækja
Acheson lækni, en það afsannar
ckki. að hún hafi orðið fyrir slys-
inu. Því hvort sem ungfrú EulaJie
var slösuð, eða ekki, þá skorti
hana ckki rómstyrk til að segja
Deborah, hvað hún ætti að gera.
Deborah sótti lækninn og fylgdi
honum til svefnherbergis ungfrú
Eunice, en auðvitað er sú stað-
reynd, að honum var fylgt þang-
að, engin sönnun þess, að ungfrú
Eunice hafi verið þar inni. Acheson
gat aldrei sannfærzt um það. Allt,
sem hann sá, var liggjandi hrúgald,
vafið í lak. A mitt lakið var skor-
ið gat, eitt fet að ummáli, og gegn-
um gatið sást á sitjanda sjúkfings-
ins.
Acheson krafðist engra skýringa.
Ifann tók nálar sínar og sára-
tvinna upp úr litlu, svörtu hand-
töskunni og saumaði saman verstu
skurðina, og gerði að hinum. Loks
rétti hann úr sér og strauk helaumt
bakið.
„Ég jnirf að taka sauminn úr
síðar“, sagði hann við þöglu ver-
una undir lakinu, sem hafði borið
sársaukann með hetjuskap og án
þess að kveinka sér. „Ég kem þá
næsta miðvikudag".
Forester-systurnar yfirgáfu ekki
herbergi sín þar lil næst miðviku-
dagur Tann npp. Engin þeirra sást
á ferli á götunum, og ]:>egar dr.
Acheson kom, fylgdi Deborah hon-
um enn einu sinni upp í svefnher-
bergi ungfrú Eunice. Þarna lá
hrúgaldið í rúminu, og þarna var
lakið með gatinu á. Acheson tók
sauminn úr sárunum.
„Það hefur gróið vel“, sagði
Acheson. „Ég hehl ég þurfi ekki
að líta á þau.oftar“.
Veran undir lakinu jiagði, enda
bjóst Acheson ekki við öðru. Hann
gaf sjúklingnum nokkrar leiðbein-
ingar, kvaddi og fór. Hann varð
feginn, jiegar hann fékk boðskort
áritað með hinni föstu rithönd ung-
frú Forester.
„Kæri Acheson!
„Okkur væri öllum ánægja að
því, ef þér kæmuð og spiluðu
vist við okkur í þessari viku,
eins og venjulega“.
Þegar Acheson kom til systr-
anna, uppgötvaði hann, að „eins
og venjulega“ höfðaði einungis til
komu hans sjálfs, því örlitlar en
kænskulegar breytingar höfðu ver-
ið gerðar á húsgögnum stofunnar.
Á hinum klunnalegu, bakháu
stólum, þar sem systurnar voru
vanar að sitja, var komið fyrir
þægilegum svæflum. Það var á
einskis færi að gizka á, hver þeirra
systra þvrfti á slíkri sessu að halda.
E N D I R
HEIMILISRITIÐ
35