Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 38

Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 38
NÁSKYLD OG ÁSTFANGIN Sp.: Iíæra Eva Adams. Eg leita til þín í miklum vandræðum og vona, að þú svar- ir mér fljótt. Ég er leynilega trúlofuð strák, sem er mjög skyldur mér, en við þorum ekki að opinbera af ótta við hreyksli vegna skyldleiks okkar. Hvað eigum við að gera? F. L. Sv.: Ef þið eruð systkinabörn getið þið gifst; ég tala nú ekki um ef þið eruð fjar- skyldari. En ég vil samt ráðleggja þér að ræða málið við móður þína, eða einhvern annan nákominn, áður en þið takið ákvörð- un í málinu. RÁÐ VIÐ KVF.FI Sp.: Ég er ákaflega kvefsækinn og er svo að segja alltaf með kvef. Þó að ég fái hóstamixtúrur í lyfjabúðum og drekki þær í potlatnli virðist inér það hnfa lítið að segja. Getur þú ekki gefið mér eitthvert gott ráð við þessu? Kvcfsœlcinn Sv.: bað eru til mörg húsráð við kvel'i. Eilt er til dæmis þannig, að þegar þú verð- ur vnr við, að þú sérL að byrja að fá kvef, skallu strax fara út í lireint loft og anda djúpt, nokkra slund. Annað er á þá leið, að sá kvefaði á að hafa glas af köldu vatni, eða öðrum svaladrykk hjá sér og súpa á með stultu míllibili. Læknav'sindin standa ennþá alveg ráða- laus uppi gegn kvefsýklunum. Læknar geta að vísu gefið lyf, sem losar dálítið um slím, ef gætt er hófs í nolkun þess, en meira munu þeir vart geta. énn sem komið er. Telja verður þó, að holl og einföld fæða ásamt góðri meltingu sé vörn gegn kvefi. Gæta skal og þess, að láta sér ekki verða kalt einkum á fótum og hnakka. RANGEYGT BARN . Sp.: Kæra Eva mín. Ég er ung móðir og langar til að sp.vrja þig um eitt. Ég hef miklar áhyggjur út af því, að barnið mitt, sem er á öðru ári, er range.vgt. Mér var sagt, að þetta myndi lagast á fyrstu mán- uðunum, en raunin er önnur. Ég hef talað við lækni, en hann segir að Jietla megi laga með uppskurði. Ileldurðu nú, að ekki sé til eitthvað ráð, annað en uppskurður, til þess að bæta úr þessu? Vng móSir. Sv.: Reyndu að hylja það augað, sem heilbrigt er, með svörtum silkilappa sam- anbrotnum og binda hann ])ar fastan með bandi aftur fyrir höfuð barnsins. Þá getur það aðeins séð með því auganu, sem skakkt vísar. Eftir hálfan mánuð ætti þetta að hafa lagast. Ennfremur er hægt að hafa togleðurs- pjötlu fyrir auganu með gati á stærð við matbaun á henni miðri, þannig að augað sér aðeins í beina stefnu fram fyrir sig. Eftir 10—20 daga ætti barnið að vera orðið rétteygt. Ef þú leikur við barnið og sýnir því ein- hvern hlut, skaltu muna að halda honum ekki mjög nálægt andliti þess. Slíkt getur meira að segja orðið til þess að ungbarn verði rangeygt. Eva Adams. 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.