Heimilisritið - 01.09.1947, Side 39
Ogcefuleg uppfinning
Ævintý?~aleg smásaga frá París
PÁLL Rigaut kom heimleiðis
frá Bandaríkjunum eftir þriggja
mánaða fjarvist. Meðferðis hafði
hann lítinn hlut, nýja uppfinn-
ingu, sem ekki • hafði komizt á
markaðinn vegna þess að uppgötv-
arinn sá fyrir, að kæmist slíkt tæki
í hendur almennings myndi það
verða til skelfingar. — Þetta litla
tæki gat tjáð manni hvort einhver
segði satt eða ósatt.
Páll sat í járnbraútarvagni og
hugsaði um ungu konuna sína.
Iíann elskaði Gínettu sína, sem
hann hafði verið giftur í tvö ár.
Hjartað fór að slá örar, þegar lest-
in staðnæmdist á stöðinni og hann
sá hvar hún stóð og beið hans. —
Þarna var hún í ljósum vorkjól
og svipaðist um eftir maka sínum.
Páii virtist hún grennri, augu
hennar tindruðu, þegar hún sá
hann og hún sendi honum fingur-
koss.
Faðmlög endurfundanna liðu hjá
og verðfræðingurinn Páll spurði:
„Gínetta mín, hvernig hefur þú
haft það meðan ég var í burtu?
— Iíræðilegt, að vera án þín í
París, 22 ára eiginkona, vroðalegt.
Einustu manneskjurnar, sem ég
hef umgengizt, eru þau Lolotta og
karlinn hennar, og svo auðvitað
Lusia, Gaby og Tussint“.
„iMótvirka“ nefndi uppfinning-
armaðurinn litla verkfærið, sem
Páll tók nú í lófa sinn, í laumi.
Örlitlu stækkunargleri var beint
gegn þeim sem maður vildi reyna
um sannsögli. Páll vissi um árang-
urinn, hann hafði grandprófað
verkfærið á leiðinni heim. Nú
gengu þau hlið við hlið, Gínetta
og hann. Örlitla stækkunarglerið í
hendi hans beindist að henni.
„Þú hcfur þráð mig elskan mín?“
„Það veit sá sem allt veit“, kvak-
aði Gínetta.
Mótvirkinn sagði nei! Páll and-
varpaði, en þagði.
Þegar þau koniu heim heilsaði
Páll upp á fólkið, feitu eldastúlk-
una, ekilinn og stofustúlkuna, sem
kunni að gefa undir fótinn. Páll
HEIMILISRITIÐ
37