Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 40

Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 40
uppgötvaði hinar niestu lygar hjá þeim. Okumaðurinn hafði misnot- að nýja bílinn hans í eigin þarfir og eldabuskan hafði látið aka sér og vini sínum bólstraranum í bíln- um hans. Óll voru skæðin góð. Síðar um daginn, þegar þau hjónin voru ein, spurði Páll kon- una sína, hvort sakleysi hennar væri það sama og áður. Hún svar- aði játandi og roðnaði. Mótvirkinn sagði ákveðið „nei“. Það stakk Pál illa að Gínetta hafði boðið Rognon lækni til mið- degisverðar, að vísu var hann kunningi þeirra beggja. Læknirinn var ungur, aðlaðandi maður, blá- eygur, með ljóst, bylgjað hár, spengilegur að vallarsýn og þar að auki tízknkvenlæknir Parísarborg- ar. Hann hafði verið aðallæknir Gínettu síðan hún fékk fyrsta gigtarkastið. Gínetta sagði manni sínum, að læknirinn hefði uppgötvað að hún hefði blóðtap og yrði því að njóta sólar í nokkrar vikur, til dæmis í Riviaren. Mótvirkinn sagði þetta lygi. Og þegar Páll spurði lækninn, hvort slfkt gæti átt sér stað og fékk já- kvætt svar, sagði mótvirkinn það einnig vera lygi. A meðan á máltíðinni stóð var Páll þögull, en Gínetta og læknir- inn óðu elginn. Flegni kjóllinn, sem Ginetta klæddist, stakk í augu Pá.Is og losaði um málbein hans. 38 „Gínetta mín, finnst þér sæm- andi að vera í svona ofboðslega flegnum kjól“. „Páll minn!“ kviðraði Gínetta. „Dettur þér í hug, að Rognon lækn- ir komst úr jafnvægi við að sjá það, sem aðrir eru svo barnalegir að geta orðið hrifnir af. Hversu mörgum sinnum heldur þú ekki, að læknirinn hafi séð mig allsnakta. --------Að minnsta kosti 20 sinn- um, kæri læknir, haldið þér ekki?“ Og Gínetta gaf lækninum hýrt augnatillit. Páll kipptist við og hrópaði: „Hvað segir þú Gínetta?“ „Nákvæmlega 18 sinnum, frú“, ■sagði læknirinn og hneigði sig. „Eða nánar tiltekið jafnoft og þú hefur fengið gigtarköstin“. „Æi já, það er líka satt ég var nærri því búinn að gleyma því, að vinur okkar Rognon er læknir þinn, Gínetta“. Páll barðist á móti löngun sinni til að beita mótvirkanum, en hann þorði það ekki. Hann sat þögull og hugsaði: Hefur eitthvað verið milli konunnar minnar og læknisins? Næstu AÚku leið Páli illa. Hann rölti meðal kunningjanna með mótvirkann í vasanum. Allir lugu — víxlarinn, lögfræð- ingurinn félagi hans, presturinn, jafnvel rakarinn. Nú fór Páli að skiljast, hvers vegna kunningja hans uppfinningamanninum hafði láðst að setja mótvirkann á mark- HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.