Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 41
aðinn. Sennilega var betra að trúa
því, að allir segðu satt, heldur en
að vita, að allir segðu manni ósatt.
A laugardag ákvað Páll að kom-
ast að því, hve alvarlegt samband
væri á milli Gínettu og Rognons
læknis. Gínetta hafði rétt einu
sinni fengið gigtarkast og læknir-
inn hafði dvalizt inni í svefnher-
berginu hennar eftir frásögn iag-
legu stofustúlkunnar.
Þegar PáJl steig upp í vagn sinn
að loknu starfi ætlaði hann beint
heim til Gínettu, en varla hafði
hann ekið af stað, þegar hann
skipti um áætlun. Ilann nam stað-
ar við tóbaksbúð gekk þar inn og
fékk lánaðan síma. Hann hringdi
heim til sín og kvaðst ekki geta
konrið í m.atinn, því að hann þyrfti
að fara á fund. Svo h'élt hann í
næsta veitingahús. Hann ætlaði að
fá sér í staupinu og sækja í sig
móð, til að spyrja Gínettu hreint
út, hvort hún hefði táldregið hann,
meðan hann var í Ameríku. Mót-
virkinn myndi síðan leiða hann í
allan sannleikann.
* Páll sat og drakfc þegar kunn-
ingi hans Durand kom út úr síma-
klefanum.
„Komdu sæll, Páll“, sagði Dur-
and og angað'i af absint. „Lolotta
. vill ekki trúa því, að ég þurfi á
fund, og heimtar, að ég komi stráx
heim að borða. Góði komdu með.
Þú hefur ekki heilsað upp n Lo-
lottu síðan þú komst frá Ameríku.
Við tökum Gínettu með“.
„Þakka þér fyrir, en ég vil held-
ur koma einn, en fyrst skaltu setj-
ast hjá mér, ég þarf að gera tilraun
á þér“.
„Tilraun! Gjarnan, en þú mátt
ekki nota vatn án brennivíns við
hana“. Durand hló og settist í
sófahornið og fékk sér tvöfaldan
visky. Páll tók mótvirkann upp.
„Ertu orðinn vitlaus, þú ætlar þó
ekki að fara að mynda mig?“
„Viltu svara mér spurningu.
Hvað borgaðirðu fyrir bílinn
þinn?“
„200.000 franka“, svaraði Dur-
and án þess að roðna.
„Það cr lygi, kunningi. Mótvirk-
inn segir mér það, já það er skrít-
ið, en þetta er nýjasta ameríska
uppfinningin. Þú hefur ekki borg-
að meira en 100.000 franka, ef þú
hefur yfirleitt borgað hann“.
Næsta spurning: „Ert það þú,
sem keyptir 500 B. verðbréf í Ame-
rican Steel?“
„Hv.ernig getur þér dottið slíkt
í hug? Það hefur aldrei hvarflað
að. mér“.
„Lygi“, sagði Páll og leit á tæk-
ið. „Refurinn þinn. Steel hlutabréf-
in fara þá að stíga í verði“. Hann
stóð á fætur, hringdi á skrifstofu
sína og gaf fyrirskipun um að
kaupa 1000 B. verðbréf í Steeí.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef
beinlínis grætt á mótvirkanum".
„Ég er alveg undrandi“, stamaði
HEIMILISRITIÐ
39