Heimilisritið - 01.09.1947, Side 42

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 42
Durand. , Við verðum að hraða okkur heim til Lolottu og ...“ „Hvað?“ skaut Páll inn í. „Eiginlega ekkert. Það er ýmis- legt sem mig langar til að vita um. Til dæmis það, hvort Lolotta var í þrjá klukkutíma hjá dömu- klæðskeranum í gær eins og hún heldur fram. Eða hvort nýja háls- festin hennar sé frá gömlum frænda hennar. Eða hvernig stendur á því að á föstudögum angar hún af vindlareyk — ég reyki nefnilega aldrei vindla eins og þú veizt. Já, maður vill gjarnan fá sitt af hverju að vita. En vel á minnst — fyrir- gefðu Páll, hvað segir konan þín við þessari uppfinningu og hverju hefur þú komið upp um Gínettu“. Durand brosti íbygginn. „Komið upp um? Iivað mein- arðu?“ „Ekkert, en þú veizt, að það er svo margt skrafað, máske ekki sízt þegar þú hefur verið þrjá mánuði í Ameríku“. „Þú veizt eitthvað um Gínettu! Iivað veiztu?“ öskraði Páll og þreif til Durands. „Ég? Ekki það minnsta vinur minn“. Mótvirkinn sagði þetta vera ó- sannindi. Stundarfjórðungi síðar voru þeir komnir heim til Durands. Lolotta kyssti manninn sinn, og broshýr rétti hún Páli hendina. Við borðhaldið var Páll lystar- lítill. Hann hugsaði stöðugt til Gínettu og um fyrirhugað uppgjör við hana. Durand var eins og úti á þekju. Skyndilega reif hann sig upp úr þönkum sínum, hringdi á þjónustustúlkuna og skipaði: „Komið þér með tvær flöskur, Pommery, og hellið í koníaksglös- in með kaffinu“. Klukkan var orðin hálf ellefu, þegar Lolotta hamaðist á dyra- bjöllunni að íbúð Páls Rigauds. Það var lokið upp og Lolotta þaut óboðin inn til Gínettu vinkonu sinnax,) sem starði undrandi á hana. „Heyrðu elskan, ég þaut hingað í bíl, ég hef engan tíma, en ég áleit það skyldu mína að aðvara þig. Maðurinn þinn er heima hjá okk- ur. Hann hefur verkfæri í vasan- um, sem Ijóstrar upp öllum ósann- indum. Nú bollaleggur hann að spryja þig, hvort þú hafir verið sér trú meðan hann var í Ameríku. Þvílíkur refur — og þetta verk- færi! — En nú hef ég varað þig við. Þeir vissu ekki að ég fór til * þín og ég verð að fara, bíllinn bíð- ur. Ég bið að heilsa fallega lækn- inum þínum, vina mín“. Hún brosti lymskulega og þaut á dyr. Gínetta tók að snyrta sig og fegra. Hún fór í gegnsæu náttföt- 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.