Heimilisritið - 01.09.1947, Page 43
in, lagaði á sér hárið og steinkaði
sig með beztu ilmvötnum sem hún
átti.
Loksins kom Páll heim, vel
kenndur. Gínetta brosti við hon-
um og rétti fram varir sínar til
koss.
„Nei“, sagði Páll byrstur og
hlammaði sér á rúmstokkinn. „Ég
vil ekki kyssa þig, fyrr en ég veit,
hvort þú hefur verið mér trú með-
an ég var erlendis“.
Iíann tók mótvirkann, beindi
honum að Gínettu og spurði í ögr-
andi tón:
„Hefurðu haldið við Rognon
lækni eða annan á meðan ég var
í burtu?“
„Kjáni“, sagði Gínetta og hló.
Eins og örskot þreif hún mótvirk-
ann og beindi honum að manni sín-
um.
„Fyrst spyr ég þig, Páll Rigaud:
Hefur þú vefið þinni hollu eigin-
konu trúr, meðan þú dvaldir í
Ameríku?“
..Auðvitað, hvernig getur þér
dottið annað í hug“. flýtti Páll sér
að svara.
Gínetta þrýsti á litla hnappinn á
mótvirkanum og undrin skeðu: í
rauðu letri blasti litla og and-
styggilega orðið við henni: „lýgi!“
Páli krossbrá og varð klumsa.
En hann náði fljótt jafnvæginu
aftur og fór að htója.
„Þetta var spaugilegt. Ha, ha.
Þetta er auðvitað til gamans, þú
skilur, elskan — þér hlýtur að vera
það ljóst?“
„Auðvitað, strákkjáninn þinn.
Eru það nú uppátæki hjá þessum
Ameríkönum“. Að svo mæltu þaut
mótvirkinn í vegginn og fór í þús-
und mola. Um varir Gínettu lék
sigurbros.
„Mundus vult desipi“, tautaði
Pálb, „ergo deccipiatus“.
„Hvað ertu að rugla?“ hló Gín-
etta.
„Það er latína og þýðir á þessa
leið: Ileimurinn krefst þess að vera
táldreginn; þess vegna táldrögum
við heiminn“.
Meira sagði Páll ekki.
Rigandhjónin uppgötvuðu, að
sannleikurinn hefur líka töfra.
E N D I R
Gamanið
Tvær mjög friðar stúlkur voru tvíljurar, og svo líkar i útliti, að eugin
leið var að hekkja þær í sundur. Onnur þeirra var trúlofuð.
„Hvernig geturðu þekkt þær frá hvorri annarri?" spurði vinur hins
trúlofaða.
„O, láttu ekki svona", svaraði hann. „Það væri þá ekkert gaman að
þvi“.
HEIMILISRITIÐ
41