Heimilisritið - 01.09.1947, Side 45

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 45
Gyðingar vorum í minni metum en annað fólk. Eg gekk í Gyðinga- skóla. Og börn úr öðrum skólum kölluðu oft skammaryrði á oftir okkur og hótuðu að vinna okkur tjón. Hvers vegna þau höguðu sér þannig gagnvart okkur fékk ‘ég enga skýringu á. Tala Gyðinga í bænum yar 2300. Síðustu fimm ár- in höfðu verið gerðar árásir á Gvð- ingana í bænum, og það bar við að myrt Gyðingabörn fundust í nágrenni bæjarins. Við urðúm þess vör þegar í barnæsku, að hætta vofði yfir Gyðingum. Og í sept- ember 1041 gerðist það sem ég aldrei mun gleyma. Þá var faðir minn sóttur í þvingunarvinnu Gyðinga. Ég var þá tólf ára. Man ég vel er þeir drógu pabba á braut með sér. Faðir minn kom heim einstöku sinnum. Ég heyrði sumt af því, sem hann sagði að á daga sína hefði drifið. Hann var að grafa skurði og varð að standa í vatni upp í mitti. Yfirmaður pabba í þrælkunarvinnunni var sveitapilt- ur, sem ekbi gat skrifað nafnið' sitt. Óll var aðbúðin ómannúðleg og vinnuharka mikil. Frá og með árinu 1041 varð á- standið stöðugt verra og verra. Tvö ár var faðir minn í þrælkun- arvinnu í Rússlandi. En hann kom heim er ungverski herinn varð að láta undan síga. Það leið þó ckki langur tími þar til nýir erfiðleikar dundu yfir og fjölskjddan sundr- aðist. Gyðingar máttu ekki eiga við- tæki. En við fylgdumst þó með því sem gerðist í heiminum. Við höfðum móttökutæki í mannlausu húsi. Hverja nótt læddust Gyðing- ar jjangað til þess að hlusta. Tækið var ekki einkaeign, svo hættan var minni, þó svo illa tækist til, að tæk- ið fyndist. Það var tilviljuninni háð hverjir væru þá að hlusta, og þeir einir fengju refsingu. í marz 1044 hernámu Þjóðverj- ar Ungverjaland. Foreldrar mínir voru stödd á fjölskylduhátíð. Há- tíðinni var slitið er fréttin barst um hernámið. Til bæjarins komu brátt þýzkir hermenn og storm- sveitarmenn, og bíll hlaðinn Gesta- poliði. Kviksögur gengu, æsing og óeirð óx. Sagt var að gjörhreinsun á Gyðingum stæði fvrir dyrum. En við lögðum ©kki trúnað á þennan orðróm. Svo kom skipun um að allir Gyðingar skvldu láta reið- hjól sín af hendi, og skilja þau ef'tir við ráðhúsið. Fólki var stefnt saman með trumbuslætti, og liðs- foringi las upp fyrirskipun þessa. Þetta var einungis upphaf þess, sem koma átti. Orðrómurinn um gerhreinsun- ina var sannur. Að kvöldi dags voru verðir settir á hvert götuhorn. Þeir báru hvítan borða um hand- legjyinn og byssu við hlið. Bannað var að koma út á götu. Faðir minn HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.