Heimilisritið - 01.09.1947, Side 47
nokkur epli, en við þorðum ekki að
borða þau að svo stöddu, því að
við vissum ekki hve lengi ferðin
stæði yfir. Það varð allt að spara.
Þarna var indælt 7 niánaða gamalt
barn, er hafði orðið viðskila við
foreldra sína. En við höfðum
hvorki mjólk né vatn að gefa litla
drengnum. Mamma muldi epli og
mataði hann með því. Sex önnur
foreldralaus börn voru í vagninum,
auk litla drengsins. En þau voru
svo á legg komin, að þau spjöruðu
sig sæmilega.
Við vorum látin í vagninn fyrri
hluta dags. En klukkan var orðin
þrjú um nóttina eftir, er ekið var
af stað. Hvert halda skyldi höfð-
um við enga hugmynd um. Að
tveim sólarhringum liðnum feng-
um við ofurlítið vatn. Annars
hvorki vott né þurrt þá þrjá daga
og fjórar nætur sem ferðin tók.
Loksins staðnæmdist lestin kl.
11 fyrir hádegi. Marin og dauð-
þreytt stauluðumst við út úr lest-
inni. Við sáum stórt auglýsinga-
spjald með nafninu ,,Ausch\vitz“.
Frænka mín hafði verið í þessum
fangabúðum. Höfðum við -feng'ið
bréfspjald frá henni. A því stóð:
„Mér líður vel o. s. frv.“ Vitanlega
voru fangarnir hræddir til þess að
ljúga því að þeim liði vel.
Við vissum ekki, að Auschwitz
var „útrýmingarstöð“, eða fanga-
búðir dauðadæmdra. Við bjugg-
umst við mildu erfiði. En okkur
dreymdi ekki um þær hörmungar
sem biðu okkar.
„Heraus!“ Þjóðverjarnir ráku
okkur áfram með byssuskeftunum.
Þeim þótti fólkið of hægfara út úr
vögnunum. Karlmenn og konur
voru aðgreind. Pabbi gat aðeins
kysst mig í flýti. 'Svo var hann
horfinn frá mér.
„Vertu stillt, stúlkan mín.
Stillt“, sagði hann.
Við mamma fylgdumst að. Syst-
k-ini mín voru ennþá hjá okkur og
nokkrar frænkur.
Eg sagðist v-era 15 ára, er spurt
var um aldur minn. Eg var þó að-
eins 14 ára. Eg bjóst við að fá
frekar að vera með mömmu ef ég
segði mig eldri en ég var. Eg var
með hita, og svo máttfarin að ég
gat tæplega st'aðið. Og ég fylgdist
lítt með því sem fram fór.
Við mamma, ásamt nokkrum
öðrum konum, gengum lítið eitt frá
hmum föngunum. En þá kallaði
unverskur SS-maður til mín:
„Komdu! Þú getur gert eitthvað
.til gagns.
„Hún er veik“, sagði móðir mín.
„Við skulum sjá um að hún
komist til heilsu“. sagði maðurinn.
Svo var mér ýtt í annan flokk
kvenna. Ég gat ekki faðmað
mömrnu né kvatt systkini mín. Ég
sá mömmu aldrei framar. Hennar
leið lá beint í gasklefana. Og syst-
kini mín fóru sömu leið. Ég tárast
er ég minnist þessa atburðar.
HEIMILISRITIÐ
45