Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 49

Heimilisritið - 01.09.1947, Qupperneq 49
liggja á hverri þeirra, án þess að fá neitt til þess að skýla sér með, brast kjarkurinn. Við brustum í sáran grát. Móðir hrópaði á barn sitt, barn á móður sína. Það var hryllilegt. Við grétum okkur í svefn kl. 2^ um nóttina. En eftir hálfs annars tíma svefn vorum við vaktar. Það átti að telja okkur. Svo var okkur tilkynnt að við teldumst ekki framar frjálsir menn heldur „Haftlinge“ = fangar. Okk- ur var fyrirskipuð þægð og þolin- mæði. Ró, ró. Þetta var orð sem umsjónarlýðurinn hafði alltaf á vörunum. Hinum dauðadæmdu, cr voru á leið til gasklefanna, var fyr- irskipuð ró og þægð. Það var hellt svívirðingum yfir þessa saklausu aumingja ef þeir æmtu eða skræmtu. Annað uppáhaldsviðkvæði var: „Arbeit macht Freude“ = Vinna skapar gleði. Þetta hötuðum við framar öllu öðru. Vera glaður og þræla! Stormsveitarkonurnar lifðu og störfuðu samkvæmt þessari kenn- ingu. Eg sá forkunnarfagra, seytj- án ára SS-stúlku sparka svo hcift- arlega í kvenfanga að hún lét lífið. En SS-konan brosti stöðugt á með- an hún framdi þetta níðingsverk. Eftir að hafa dvalið 24 klukku- stundir í fangabúðunum í Ausch- witz fengum við boð um. að nú skyldum við fá mat. Við biðum lengi. En enginn kom maturinn. Svo var komið með brauð. Var því ekið á hjólbörum er um morgun- inn höfðu verið notaðar við að aka áburði. Börurnar voru grútskítug- ar. Brauð þetta, er við fengum, var 40% sag, 30% beinamél og hinn hlutinn mais. Annar réttur, sem þarna var mjög á borð borinn, var einskonar klíð soðið með gul- rótum. Okkur hryllti við þessu, og gátu margar okkar í fyrstu ekki smakkað á því. Af hreinni tilviljun hitti ég þarna frænku mína frá Slóvakíu. Hafði hún dvalið tvö ár í fangabúðum þessum. Að ekki var búið að fyrir- fara henni, var því að þakka að hún hafði unnið sér gott álit við störf sín í forðabúrinu, er nefnt var Kanada. Þar var allt hið bezta ei' hugsazt gat. Þær þúsundir manna, er til þessara fangabúða komu, höfðu haft með sér bæði mat og klæði. En allt var af þeim tekið. Og í ,.Kanada“ var herfang- ið flokkað. Frænku minni tókst að korna of- urlitlu af mat til mín og ættingja minna. Eg át ekki svínakjötssúpu, er hún sendi okkur, þar sem Gyð- ingar neyta ekki svínakjöts. En mig sárlangaði í það. Ég vona að góður guð fyrirgefi mér það, þó ég síðar æti svínakjöt. Því að ég neytti alls þess kjöts, er ég komst yfir, eftir að hungrið fór að sverfa að mér fyrir alvöru. Ég sé ekki eftir að ég gerði það. HEIMILISRITIÐ 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.