Heimilisritið - 01.09.1947, Page 50

Heimilisritið - 01.09.1947, Page 50
í fangabúðum þessum var þýzk- ur herlæknir, sem var mikið glspsi- menni. Við nefndum hann hinn brosandi böðul. Hann bauð af sér mjög góðan þokka og leit út fyrir að vera prúðmenni og hámennt- aður maður. En í raun og sann- leika var hann grimmdarseggur af verstu tegund. Það var ógeðslegt að sjá hann brosandi aðgreina nýkomna fanga, annan flokkinn til að mvrðast í gasklefunum, hinn til þrælkunar- v'innu. Aldrei mælti hann óvin- gjarnlegt orð. Ilann ldappaði vin- gjarnlegá á öxl margra fanga, er hann hafði dæmt til dauða með bros á vörum. Og börnunum, sem íliörg voru falleg, gaf hann sælgæti, rétt áður en þau voru send á af- tökustaðinn. Með silkimjúkri rödd bað hann þau að standa í röðum. Og í röðum gengu þau út í dauð- ann. Það er ótrúlegt en satt, að ég vissi ekki, er hér var komið, hvern- ig börn fæðast. Heima í Ungverja- landi var drengjum kenndur Tal- mud (trúbók Gyðinga). Þeim var sagt þetta. En telpur fengu enga vitneskju um það. Og þrátt fyrir það, að við höfðumst meira og minna við uppi í sveit á uppvaxt- arárunum, var fáfræði okkar í þessu efni svona mikil. Eftir margra mánaða veru í fangabúðunum komst ég fyrst að því, hvernig þessu var háttað. Pólskar stúlkur, er sendar höfðu verið til vígvallanna, og voru ólétt- ar er þær komu aftur, fræddu mig um þetta mál. Fóstureyðingar voru ekki við- hafðar við þessar stúlkur eða Gyð- ingastúllcur er urðu barnshafandi eftir stormsveitarmenn. Þjóðverj- ar tóku börnin fegins hendi. En börnin voru innan skamms tekin frá mæðrunum og látin í Hitlers- stofnanir. Mæðurnar voru drepn- ar í gasklefunum eða á annan hátt útrýmt. Um það hafa börnin aldrei fengið vitneskju. Ég var alltaf veik. Og svo var ég einn góðan veðurdag sett á bið- lista til aftöku í gasklefa. Ég yar þá látin í „svarta herbergið“. En svo nefndust biðstofur dauða- dæmdra. Um þetta leyti átti að flytja á- kveðinn fjölda fanga til nýbyggðra fangabúða í Krakov. Er farið var að telja fangana vantaði tíu til þess að ná h'inni ákveðnu tölu. Var ég þá látin í hópinn, sem daginn eftir lagði af stað til Krakov. Og það var fyrst í Krakovfangabiiðun- fim að ég stóð augliti til auglitis við ógnir fangabúðafífsins og djöful- lega grimmd nazista. Hvað ég man bezt, eða tekur öðru fram að mannvonzku, og erf- iðast er að glevma, er ekki gott að segja. Margir hryllilegir viðburðir standa mér fyrir hugskotssjónum. Staðurinn var fagur. Fangabúð- 48 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.