Heimilisritið - 01.09.1947, Side 53

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 53
Ég botna ekki í því enn þann dag í dag, að þesi ófreskja í manns- mynd skyldi verða við beiðni frænku minnar. Iíún hefur líklega orðið hri'fin af hugrekki hennar. Er raðirnar fóru á hreyfingu og ég kom andspænis henni, réttd hún út höndina og dró mig út úr röðinni, en ýtti hinni grátandi §túlku í skarðið. Frænkur mínar grétu af gleði. Og ég var glöð stutta stund aif því að fá að vera hjá ástvinum mínum, eða í nálægð þeirra., En svo kom röðin að mér. Eg veit ekki orsök þess. Ég skyldi líf- Játast. Við vorum látin afklæðast, og stóðum á grafarbarminum. Ég hafði unnið að greftri margra því- líkra grafa. Þarna stóðu 5400 manns. Allir voru allsnaktir. Við biðum eftir skipuninni um að stökkva niður og verða skotin. 80 böðlar skyldu framkvæma verk- ið. Ég var ekki hrædd. Ég hafði búið svo lengi í nánd við dauð- ann. Ég óttaðist hann ekki fram- ar. Ég man að ég var að hugsa um foreldra mína og litlu systkin- in, sem dáin voru. JNÍér virtist ekki aðeins líkami minn vera nakinn heldur sálin. Svo gerðist nokkuð óvænt. Fólk- ið varð gripið æði og gerði upp- reisn. Hinir 80 morðingjar skutu og skutu sem óðir væru á hina nöktu, kúguðu, píndu hálfgeðveiku menn HEIMILISRITIÐ og konur, er gerðu uppreisn mót dauðanum. Margir voru drepnir. En böðlarnir voru of fáir. Hinir dauðadæmdu reyndu að flýja. Ég tók til fótanna, og hljóp í áttina til múrsteinshlaða, sem ég vissi um. Kúlurnar hvinu umhverfis mig er ég hljóp yfir dautt fólk og helsært. Mér tókst að fela mig ásamt nokkrum frænlaim mínum og þremur pólskum stúlkum. Alsber- ar, og út'atáðar af óhreinindum, stóðum við þarna alla nóttina. Nóttiri var köld og það var dálítil rigning. Við þorðum ekki að tala saman af ótta við að finnast. Við vorum örvæn tingarfullar. Hvernig gátum við lifað klæðalausar. Við fundumst um morguninn, er hinna dauðadæmdu var leitað. All- margir höfðu komist undan. Það voru ungir SS-strákar, sem fundu okkur. Og þeir voru gersamlega til- finningarlausir fvrir eymd okkar. Annar þeirra lvfti byssunni og ætl- aði að skjóta okkur er hróp mikil heyrðust um allar fangabúðirnar. Var Guð þarna að verki? Það var tilkynnt að ekki mætti drepa fleiri þennan dag. Við vorum reknar til talningar. Við urðum að standa og biða á meðan líkin voru talin og leitað var að flóttamönnum. Þetta stóð yfir í margar klukkustundir. Það vár talið og talið, þar til rétt út- lmma fékkst. Hversvegna ég var aldrei aftur 51

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.