Heimilisritið - 01.09.1947, Side 55

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 55
löndum. Við fengum hreinan hálm. En þær 12 vikur er ég dvaldi þarna var aldrei skipt um hálm. Svo þröngt var um okkur, er við vorum gengnar til hvílu, að ef ein okkar þurfti að snúa sér varð hún að vekja 80 sofandi konur. Engin leið var að viðhafa þrifn- að. Innan skamms moraði allt af lús. Er við vorum komnar á fæt- ur á morgnana og horfðum á hálm- inn, sáum við að allt var iðandi af lús. Eitt sinn breiddi ég nærföt er ég hafði til þerris á hálminum. Eftir litla stund voru svo margar lýs komnar á nærfötin að undrum sætti. En við skemmtum okkur þó við lýsnar. Við söfnuðum þeim í lit'lar öskjur er við fundum og helltum úr þeirn á böðla okkar. Við nefnd- um þetta púður, og sögðumst vera að púðra fangaverðina. Eg var sér- fræðingur í þessum lúsahernaði. Við höfðum ánægju af því að gera böðlana lúsuga. Við vorum látnar vinna við hreinsanir eftir hinar miklu sprengjuárásir. Vegna þess fórum við um allan bæinn og gátum stol- ist niður í kjallara og hnuplað ein- hverju til þess að sefa sárasta sultinn, við og við. Við vorum stöðugt banhungraðar, því við fengum aðeins háífan lítra af súpu og 200 grom af brauði á hverju kvöldi. Er við vorum að stela mat var ein á verði. Venjulega unnum við að þessu 5—6 í hverjum hóp. En aldrei gátum við etið okkur saddar. Að lokum vorum við orðn- ar svo úttaugaðar af hungri og kulda, óhreinindum og ofreynslu, að við höfðum ekki þrótt til þess að fara í ferðir. til matfanga. Eitt sinn á ferð okkar um bæinn vildi svo til að hestvagn hlaðinn gulrófum ók eftir götunni. Hundr- uð kvenna réðust að vagninum sem villidýr, og létu greipar sópa um rófnafarminn, og rifu þær í sig þegar í stað. Hermennirnir, sem fylgdu vagninum, börðu okkur miskunarlaust. En þeir vildu ekki skjóta okkur úti á götu í miðjum bænum. Vitanlega átti að refsa okkur fyrir þetta. En þar sem barsmíði hafði ékki framar nein áhrif á okk- ur, var ákveðið að draga af okkur matinn um kvöldið. Þessa einu máltíð dagsins. Nokkrar sterkustu stúlkurnar meðal fanganna réðust á tvo kven- fangaverði og hótuðu að drepa þær ef við fengjum ekki mat. Fangaverðirnir urðu frávita af hræðslu og lofuðu að fara til yfir- mannsins og sjá um að við fengjum mat. Annarri var leyft að fara, hinni var haldið eftir í gislingu. Yfirmaðurinn hundskammaðist og ógnaði. En hann var þó svo hræddur að við fengum matinn, og meira að segja tvöfaldan skammt. HEIMILISRITIÐ 53

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.