Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 56
Við lifðum sem villidýr, og lykt- næmi okkar var orðin eins mikið og hjá dýrum. Við fundum lykt af einni kartöflu þó að hún lægi undir húsarústum eða í jörð niðri. Eg bað Guð oft um að láta mig finna, þó ekki væri nema eina kartöflu, og jafnvel þó að hún væri frosin eða úldin. í haugunum bak við eldhúsið leituðum við að bein- um, roðum og öðru rusli ,er við gætum étið. Þetta rusl steiktum við á báli, eða hituðum það svo að við töldum að sóttkveikjur dræpust og átum svo með beztu iyst. Eg varð stöðugt máttlausari og máttlausari. Eg var komin að nið- urfalli. Talningin eina frostnótt- ina fór svo illa með mig, að ég gat varla beygt mig. Ég vár orðin grá- gul í framan. Ég sá fangana í Auschwitz núa rauðum múrsteins- muiningi framan í sig til þess að gera yfirbragð sitt skárra. En ég var svo vesældarleg að múrsteins- duft var nær gagnslaust- í þessu atignamiði. Ég var send frá einni fangabúð til annarrar. Hvergi var rúm fyrir mig. Engir vildu taka nýja fanga. Þýzkaland var að brotna á bak aftur. Hvarvetna mátti sjá merki þess. Ég kom til Buchenwald. Þar bil- aði þrek mitt. í Stokkhólmi hef ég séð kvikmynd þaðan. Ég þekkti einn stormsveitarfangavörðinn. Það var kona. Þó að kvikmynd þessi sé hryllileg, þá er hún þó að- eins svipur hjá sjón. Loksins kom ég til Oxendorf. Þaðan var ég flutt af sænska ltauða krossinum. I fyrstu trúði ég því ekki að þetta væri raunveruleiki. En ég lá með sár mín og lús í fyrsta flokks svefnvagni. Það var ekið yfir Dan- mörku. Fólkið brosti til mín, talaði vingjarnlega við mig og óskaði mér góðs. Ég var þvegin. Það var gert að sárum mínum. Ég var klædd í hreinan náttkjól. Vesl- ings líkaminn minn vóg aðeins 34 kíló er ég kom til Málmeyjar. Þar fékk ég alla þá hjálp og úmönnun er ég þarfnaðist. Ef ég hefði verið sótt einum degi seinna, ef til vill aðeins einni stundu síðar, var ég dauðans mat- ur. Nú líður mér vel. Ég ætla að hvíla mig um tíma. Það olli mér næstum of mikillar gleði að fá hér í Stokkhólmi góðan mat, góða íbúð og frel-i til þess að ganga hvert sem mig langaði, án þess að búast við að verða slegin með byssu- skepti. Ég get ekki lýst tilfinning- um mínum. Ég veit aðeins að ég hef verið óvenjulega heppin. Framtíðin? Ef það er mögulegt, ætla ég að verða læknir. Ég vil nota hendur mínar, alla mína lífs- og sálarkrafta til þess að bjarga mannslífum. 54 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.