Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 62

Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 62
Reykjavíkurkabarelfinn skemmtir Nokkru eftir miðjan ágúst síð- ast liðinn tóku að hefjast hér kabarettsýningar á vegum ný- stofnaðs hlutafélags, er nefnist Reykjavíkur-kabarettinn. Þar koma fram bæði erlendir og inn- lendir listamenn og hafa sýningar þeirra hlotið mikla aðsókn. Eink- um eru það þeir erlendu, sem vak- ið hafa athygli og umtal, enda eru þeir framarlega í sinni grein í Dan- mörku, en þeir íslenzku eru hins- vegar góðkunningjar okkar, sem okkur finnst minna púður í að sjá, þótt þeir kunni að vera engu minni listamenn á sínu sviði. Dönsku gestirnir, sem sýnt hafa hér listir sínar að undanförnu, eru alls fjórir. Fyrst má nefna skop- leikarann Johan Tiersen, sem vak- ið hefur óstjórnlegan hlátur með tilburðum sínum. Hann er 27 ára gamall Kaupmannahafnarbúi, sem komið hefur fram í 15 ár, en verið skopleikari að atvinnu undanfar- andi 7 ár. Iíann hefur komið fram í helztu skemmtistöðum Danmerk- ur, m. a. Lon-y og National Scala, auk þess, sem hann hefur skemmt í Þýzkalandi. Hann var formaður . Dansk Artistforbund í eitt ár. Annar gestanna er hermikrákan og söngvarinn Peter Kitter. Ilann hefur lært söng undanfarin 10 ár og gerir mikið í því að herma eftir frægum söngvurum. Hann hefur einnig komið fram í mörgum fræg- um skemmtistöðum Danmerkur

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.