Heimilisritið - 01.10.1947, Side 44

Heimilisritið - 01.10.1947, Side 44
hennar var úti með Michael litla, og Joan hneig niður á stól og hafði ekki rænu á að fara úr kápunni. Hún var .ekki syfjuð, þreytan varn- aði henni svefns. Hún hlaut þó að hafa fest blund, því hún hrökk við og lauk upp augunum, þegar hún hej'rði rödd móður sinnar. — Nei ertu komin, Joan? Er nokuð að? Þú ert þó ekki orðin veik ? — Nei, svaraði Joan og hló við kaldranalega. — Michael litiri hefur fengið út- brot á annan handlegginn, sagði frú Wintrop, mér finnst þú ættir að skreppa með hann til læknis. — Hvers vegna fórst þú ekki með hann, úr því þú varst úti á annað borð, svaraði Joan gremju- lega. Frú Wintrop brast í grát. — Aidrei má maður siegja neitt ... þú stekkur alltaf upp á nef þér ... ég er að reyna að vera þér hjálpleg ... Setningarnar hnutu hver urn aðra. Joan horfði kuldalega á hana. Frú Wintrop hélt áfram að gráta. — Þú .ert svo sjálfselsk, Joan, sagði hún skömmu síðar. Ég hef yfirgefið heimili mitt og flutt hing- að til þín . .. aHir segja, að ég sé þér góð móðir, og .. . En nú fór Joan skyndilega að hlæja. — Góð móðir! Góð eiginkona! hrópaði hún hátt. Móðir hennar hætti að gráta og horfði á hana skelkuð. — Joan, sagði hún einbeittlega. — í hamingjunnar bænum segðu það ekki, æpti Joan og hió svo, að tárin streymdu niður vanga hennar. Ég slæ þig í rot ef þú seg- ir, að ég sé ekki vel frísk! Æ, Mich- ael, en livað ég skil þig vel ... nú veit ég sjálf hvernig það er. Góð eiginkona! Góð, góð ... — Hættu, Joan, heyrirðu það, sagði móðir hennar skipandi. — Þú ert — — Nei, ég er hreint ekki gengin af göflunum, sagði Joan, það máttu reiða þig á. Þetta er bara svo fáranlega skoplegt. Það ... Ilún þagði andartak. — Heyrðu, mamma, sagði hún svo, ég hef fengið aukaþóknun ... og nú fer ég til Parísar. — Joan! sagði móðir hennar. Tii Parísar! Til Michaels, áttu við? — Já, til Michaels, viðurkenndi Joan. — Áttu ekki til stolt, muldraði móðir hennar. — Nei, ekki vitundarögn, svar- aði Joan stolt. Ilún flýtti sér inn í vinnuher- bergi sitt og skrifaði símskeyti: „Elsku- Michael, mamvia hef- ■ur verið mér svo einstahlega góð eiginlcona síðan þú fórst, og nú flý ég að heiman eins og þú. Hún hefur ennþá áhyggjur af 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.