Heimilisritið - 01.10.1947, Page 63

Heimilisritið - 01.10.1947, Page 63
Til minnis fyrir húsmóðurina Til þess að koma í veg fyrir að stein- steypt gólf dökkni, skal þvo ])au upp úr st'erku sápuvatni og strá sandi yfir ]>au á eftir. Odúklögð timburgólf má hvítskúra í beztu merkingu þess orðs, með því að þvo þau fyrst upp úr kalkvatni og síðan upp úr sápuvatni. Ef leðrið í liandtöskunni þinni verður gljáalaust og sprungið, geturðu gert ]iað næstum því eins og nýtt með því að pensla það með óþeyttri eggjahvítu. Gott ráð gegn því að rennilás bili eða fari í „baklás" er að smyrja Iiann að inn- an með vaselíni. Gætið þess vandlega, að leðurskór lendi ekki of nálægt ofni eða eldavél. Ef þeir hitna missir leðrið fituefni, sem nauðsyn- legt er að sé i því, ef skórnir eiga að halda réttu lagi og vera fallegir. Ef hreinsa þarf leðurskó er bezt að þurka af þeim með blöndu, sem er að þremur hlutum sykruð mjólk og einum hluta terpentína. Til þess að ráða bót á marri i fjaðradýn- um eða dívanfjöðrum skal borin þykk smurningsolia á fjaðrirnar eða þá staði, sem líklegastir eru að valdi marrinu. Bezta ráðið til að ná óbragði úr munn- iuum er að borða súkkulaði. Skóáburður, sem hefur harðnað, verður eins og nýr. ef nokkrir dropar af terpen- tinu eru látmr drjúpa á hann. Þegar þú þværð silkisokkana skaltu láta svolitið salt saman við þvottavatnið. Sokkaruir missa þá miklu síður lit. Þú skalt aldrei skrökva að börnum þín- um eða svíkja það sem þú hefur lofað þeim. Lakkskór fá fallegan gljáa ef þeir eru nuddaðir með mjúkri tusku, vættri í terp- entínu. Ef þvottasnúrurnar óhreinkast er bezt að bursta þær upp úr sápuvatni. A milli þess, sem þær efu notaðar skal taka þær niður og vefja khit utan um þær, en ekki brúnan pappir eða dagblaðapappír. Silfurborðbúnaðurinn verður gljáandi fagnr, ef ]>ú hellir dálitlu kartöflusoði yfir liann og fa'gir hann með þurrum klút, áður en þú leggur hann á borð. Þegar kartöflurnar eru soðnar skal lieita vatninu hellt af þeim og kalt vatn látið á þær í staðinn, alveg eins og ])egar egg eru soðin. Hellið vatninu strax af kartöflunum aftur, áður en þær kólna um of. Við þetta losnar svo um hýðið, að auðvelt er að afhýða þær á eftir. HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.